Fókus

Góð orka í gömlu einbýli sem áður hýsti nunnur

Grafíski hönnuðurinn Jóhanna Svala Rafnsdóttir býr í dásamlegu einbýli sem áður hýsti hæstaréttardómara og nunnur.

Margrét Gústavsdóttir skrifar
Þriðjudaginn 3. október 2017 21:00

Grafíski hönnuðurinn Jóhanna Svala Rafnsdóttir býr í fallegu 320 fermetra einbýlishúsi í Hlíðunum ásamt eiginmanni sínum, þremur börnum, tengdaforeldrum og gæludýrum. Þau fluttu í húsið fyrir rétt rúmlega ári en áður bjó hún í Bólstaðarhlíð ásamt börnum og bónda.

„Sú íbúð var frá upphafi of lítil svo við höfðum í raun alltaf verið að skima eftir einhverju stærra hérna í hverfinu,“ segir hún. „Það var alltaf frekar erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir fimm manna fjölskyldu og fyrir tveimur árum breyttust svo forsendurnar enn frekar. Við ákváðum nefnilega að hefja leit að húsnæði sem myndi rúma okkur fimm en líka tengdaforeldra mína og ömmu. Amma náði þó aldrei að flytja hingað með okkur, því miður. Hún lést í sama mánuði og við fluttum inn.“

Hannað af Gísla Halldórssyni, þeim sama og teiknaði Laugardalshöllina

Jóhanna segir algjöra tilviljun hafa ráðið því að fjölskyldan fann þetta fallega hús. Sjálf kannaðist hún við fasteignasalann sem var með eignina á sínum snærum og sló á þráðinn.
„Húsið, sem er byggt 1968 og því jafn gamalt eiginmanni mínum, er hannað af Gísla Halldórssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Lögreglustöðina í Reykjavík og Laugardalshöllina. Fyrst um sinn átti kaþólska kirkjan þetta hús og hér bjuggu kaþólskar nunnur á neðri hæðinni. Efri hæðin, sem núna er stofan okkar, var notuð sem samkomusalur og íbúð tengdaforeldra minna í kjallaranum var áður kapella. Hvort sem maður er trúaður eða ekki þá verður að segjast að það er verulega góður andi hérna.“

Keyptu af Jóni Steinari

Í kringum 1990 fer húsið fyrst á sölu og sá sem kaupir það af kaþólsku kirkjunni er Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari.

„Við fjölskyldan, það er við hjónin, tengdaforeldrar mínir og amma, keyptum svo af honum í ágúst 2016 en mér skildist að hann vildi einmitt flytja nær barnabörnum sínum, í borgina. Okkur finnst frábært að búa öll saman og erum mjög glöð með þetta fyrirkomulag sem var öllu algengara hér áður fyrr. Tengdaforeldrar mínir bjuggu líka lengi vel erlendis og því var virkilega kærkomið að fá ömmu og afa heim.“

„Gyllta ljósið yfir stofuborðinu heitir Melt og er hannað af Tom Dixon. Epal var að hætta með vörurnar frá honum og ég keypti það á góðum afslætti. Það elska allir þetta ljós og flestir sem koma hingað hafa orð á því hvað það er fallegt svo það virkar líka sem fínasti „ísbrjótur“ í samræðum. Svarti leðursófinn er úr IKEA, frábær fyrir fólk með börn og gæludýr en aðal málið er samt bláa sófasettið sem var hannað af svissneska arkitektinum Le Corbusier í kringum 1920. Okkur áskotnaðist þetta sófasett þegar nágranni eiginmannsins í vinnunni henti því út á bílastæði í von um að einhver myndi hirða það. Ísak, sem er mikill aðdáandi Le Corbusier, kannaðist við hönnunina og bauðst til að taka það. Þegar hann sneri því við sá hann sér til mikillar ánægju að þetta var ekta hönnun og því algjörlega ómetanlegur fengur. Mottan undir sófasettunum er handofin í Túnis en hana við keyptum við á Bland.“
Rándýrri hönnun hent út á bílastæði „Gyllta ljósið yfir stofuborðinu heitir Melt og er hannað af Tom Dixon. Epal var að hætta með vörurnar frá honum og ég keypti það á góðum afslætti. Það elska allir þetta ljós og flestir sem koma hingað hafa orð á því hvað það er fallegt svo það virkar líka sem fínasti „ísbrjótur“ í samræðum. Svarti leðursófinn er úr IKEA, frábær fyrir fólk með börn og gæludýr en aðal málið er samt bláa sófasettið sem var hannað af svissneska arkitektinum Le Corbusier í kringum 1920. Okkur áskotnaðist þetta sófasett þegar nágranni eiginmannsins í vinnunni henti því út á bílastæði í von um að einhver myndi hirða það. Ísak, sem er mikill aðdáandi Le Corbusier, kannaðist við hönnunina og bauðst til að taka það. Þegar hann sneri því við sá hann sér til mikillar ánægju að þetta var ekta hönnun og því algjörlega ómetanlegur fengur. Mottan undir sófasettunum er handofin í Túnis en hana við keyptum við á Bland.“
PH5-ljósið frá Louis Poulsen, sem sést í forgrunni myndarinnar, keypti Jóhanna notað á netinu og fékk sent heim frá Danmörku: „Ég hef örugglega sparað meira en helming á því að kaupa ljósið beint frá upprunalandinu. Það var mjög vel farið en mér finnst sérstaklega gaman að þessu ljósi því að það eru svo skemmtilegir eitís litir í því sem sjást ekki oft í þessum ljósum.“
PH5-ljósið frá Louis Poulsen, sem sést í forgrunni myndarinnar, keypti Jóhanna notað á netinu og fékk sent heim frá Danmörku: „Ég hef örugglega sparað meira en helming á því að kaupa ljósið beint frá upprunalandinu. Það var mjög vel farið en mér finnst sérstaklega gaman að þessu ljósi því að það eru svo skemmtilegir eitís litir í því sem sjást ekki oft í þessum ljósum.“
„Amma mín, Svala Nielsen, var óperusöngkona og þetta plakat gerði ég henni til heiðurs. Á ofninum eru svo eyrnalokkarnir sem hún er með á myndinni í sérstöku skríni. Mér líka finnst skemmtilegt að hafa Pavarotti þarna við hlið ömmu því hann var uppáhaldssöngvarinn okkar beggja.“
Amma og Pavarotti „Amma mín, Svala Nielsen, var óperusöngkona og þetta plakat gerði ég henni til heiðurs. Á ofninum eru svo eyrnalokkarnir sem hún er með á myndinni í sérstöku skríni. Mér líka finnst skemmtilegt að hafa Pavarotti þarna við hlið ömmu því hann var uppáhaldssöngvarinn okkar beggja.“
Hundurinn Diddi stendur sprækur í dyragætt sem liggur út í garð. „Píanóið er erfðagripur frá ömmu. Ég er búin að spila á þetta alla ævi, lærði í svona tíu ár og rifja stundum upp gamla takta.“
Horft inn svefnganginn og út í garð Hundurinn Diddi stendur sprækur í dyragætt sem liggur út í garð. „Píanóið er erfðagripur frá ömmu. Ég er búin að spila á þetta alla ævi, lærði í svona tíu ár og rifja stundum upp gamla takta.“
„Þessir stólar eru eldgamlir og eru úr IKEA. Vinkona mín átti svona stóla, ég elskaði þá og lagði mikið á mig til að finna eins stóla, en það var eiginlga ekki hægt, alveg sama hvað ég leitaði á netinu og annars staðar.Svo fundust þessir allt í einu niðri í kjallara á vinnustað eiginmannsins. Þar lágu þeir og voru á leið á haugana þegar hann fékk að hirða þá. Við löppuðum upp á þá og höfum notið þeirra síðan enda passa þeir svo vel við húsið í þessum sixtís fíling. Ísbjörninn Glói kemur frá ömmu og er eflaust úr postulínsbúðinni hans langafa og tekkborðið er líka frá ömmu.“
Eldgamlir IKEA-stólar „Þessir stólar eru eldgamlir og eru úr IKEA. Vinkona mín átti svona stóla, ég elskaði þá og lagði mikið á mig til að finna eins stóla, en það var eiginlga ekki hægt, alveg sama hvað ég leitaði á netinu og annars staðar.Svo fundust þessir allt í einu niðri í kjallara á vinnustað eiginmannsins. Þar lágu þeir og voru á leið á haugana þegar hann fékk að hirða þá. Við löppuðum upp á þá og höfum notið þeirra síðan enda passa þeir svo vel við húsið í þessum sixtís fíling. Ísbjörninn Glói kemur frá ömmu og er eflaust úr postulínsbúðinni hans langafa og tekkborðið er líka frá ömmu.“
„Langafi minn, Hjörtur Nielsen, rak lengi kristals- og postulínsvöruverslun undir eigin nafni í Templarasundi. Amma erfði skápinn og munina frá foreldrum sínum og svo erfði ég hann af ömmu.“
Fínerí „Langafi minn, Hjörtur Nielsen, rak lengi kristals- og postulínsvöruverslun undir eigin nafni í Templarasundi. Amma erfði skápinn og munina frá foreldrum sínum og svo erfði ég hann af ömmu.“
Þessir tveir búa í sátt og samlyndi á heimilnu sem áður hýsti kaþólskar nunnur, hæstaréttardómara og fjölskyldu hans.
Diddi og Blossi Þessir tveir búa í sátt og samlyndi á heimilnu sem áður hýsti kaþólskar nunnur, hæstaréttardómara og fjölskyldu hans.

Mynd: Margrét Gústavsdóttir

„Þetta stell var alltaf á heimili mínu þegar ég var að alast upp og því er þetta gríðarleg nostalgía fyrir mig að eiga þetta. Það heitir Acapulco, kemur frá Villeroy og Boch og innblásturinn er sóttur til Mexíkó. Ef einhver sem les þetta þarf að losna við gripi úr þessu stelli þá vil ég endilega kaupa.“
Safnar nostalgíustelli „Þetta stell var alltaf á heimili mínu þegar ég var að alast upp og því er þetta gríðarleg nostalgía fyrir mig að eiga þetta. Það heitir Acapulco, kemur frá Villeroy og Boch og innblásturinn er sóttur til Mexíkó. Ef einhver sem les þetta þarf að losna við gripi úr þessu stelli þá vil ég endilega kaupa.“

Mynd: Margret H. Gústavsdóttir

Tekkskenkurinn var keyptur á Bland en á honum er margs konar skraut sem Jóhanna hefur sankað að sér í gegnum tíðina.
Horft inn í eldhús af stigapallinum: Tekkskenkurinn var keyptur á Bland en á honum er margs konar skraut sem Jóhanna hefur sankað að sér í gegnum tíðina.

Mynd: MHG

Stigahandriðið var áður hvítmálað með plexígleri á hliðunum en Jóhanna lét saga til plötur og málaði það svart. Með þessu vildi hún reyna að líkja eftir upprunalegri hönnun. Tengdaforeldrar Jóhönnu búa á neðri hæðinni en tvöfalda hurðin á stigapallinum opnast inn í stofuna.
Horft að stofuinngangi Stigahandriðið var áður hvítmálað með plexígleri á hliðunum en Jóhanna lét saga til plötur og málaði það svart. Með þessu vildi hún reyna að líkja eftir upprunalegri hönnun. Tengdaforeldrar Jóhönnu búa á neðri hæðinni en tvöfalda hurðin á stigapallinum opnast inn í stofuna.

Mynd: MHG

„Lampinn er frá tendaforeldrum mínum, algjör eitís sprengja, græni stóllinn er úr Rúmfatalagernum og Batman-myndina keyptum við af götulistamanni í Mílano þar sem við vorum í fermingarferð.“
Herbergi Rabba unglings: „Lampinn er frá tendaforeldrum mínum, algjör eitís sprengja, græni stóllinn er úr Rúmfatalagernum og Batman-myndina keyptum við af götulistamanni í Mílano þar sem við vorum í fermingarferð.“

Mynd: mhg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 14 mínútum síðan
Góð orka í gömlu einbýli sem áður hýsti nunnur

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Langar þig í Fyllt lakkrísegg nr. 5 frá Góu: Taktu þátt í dag!

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

FókusSport
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Fréttir
í gær
Stjörnulið Pepsi: Gylfi skrifar undir samning og tekur þátt í alþjóðlegri herferð

Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Fréttir
í gær
Stjarna er fædd: Magnaður og tilfinningaþrunginn flutningur grætti dómnefndina

Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Fókus
í gær
Lesblindan hamlaði Liv í skóla: „Fann mína leið til að læra“

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Mest lesið

Ekki missa af