fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Stjörnuspá fyrir vikuna 29. september til 6. október

Hvað ber vikan í skauti sér?

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 1. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrúturinn

Mikill fjölbreytileiki er í kringum hrútinn þessa vikuna og jafnframt einhver dulúð. Kærleikurinn er í fyrirrúmi og mikil frjósemi í fjölskyldunni. Ný tækifæri eru á leiðinni, ekki efast í eina mínútu um hvort þú eigir að grípa gæsina. Gríptu hana! Annars er hún flogin.

Nautið

Jafnvægi er lykilatriði fyrir nautið. Halda ró sinni. Fara snemma að sofa. Eitt tímabil er nú að enda og nýtt upphaf tekur við. Erfitt getur reynst fyrir athafnasemina ef hnökrar eru hjá stjórnsýslu eða stofnunum. Yfirmenn verða að taka ákvarðanir fyrr eða síðar. Nautið þarf að treysta og trúa á sín markmið. Þolinmæði er heilun.

Tvíburarnir

Góðar fréttir berast af erfiðri stöðu fjármála hjá þér kæri tvíburi. Fortíðin er kvödd í vikunni og nýir tímar taka við. Þú finnur að það eru töfrar í loftinu, þú mátt búast við að finna árangur í starfinu þínu enda hefur þú verið að nýta vel hæfileika þína vel. Tortryggni í samböndum á að leysa með hæfni, eins og þegar hnútur er leystur. Besta leiðin til þess er að tala saman. Nú þarftu að treysta innsæi þínu. Næmni og kærleikur er heilun.

Krabbinn

Tilfinninganæmni þín er alveg að ná hápunkti sínum. Þú finnur bara allt á þér kæri krabbi. Athugaðu að hvíldin er nauðsynleg ef þú ætlar að vera í stakk búin til þess að taka við nýjum fréttum. Það eru miklar breytingar framundan hjá þér og þeim fylgja mjög hagstæð tækifæri. Þú færð líka mjög fréttir eftir mikið erfiði. Passaðu vel upp á þigg. Fjölskylda og vinir eru heilun.

Ljónið

Það ríkir svolítil ólga í lífi þínu kæra ljón en þú munt finna að með hjálp vina þinna þá nærð þú fljótlega settum markmiðum. Fjárhagslegt og tilfinningalegt öryggi ríkir hjá þér nú sem aldrei fyrr. Stjórnkænska þín spyrst út og fólk mun leita ráða hjá þér. Það er gæfa að gleðjast með vinnu sinni. Samvinna, samræmi, samþjöppun og þjónustulund er lykilatriðið. Ástríki, mannkærleikur er heilun.

Meyjan

Þér berast góðar fréttir í vikunni og þú átt eftir að finna lausnir á allskonar leiðindamálum. Þú veist að þolinmæði vinnur allar þrautir og þetta á líka við í samböndum milli barna og foreldra. Þið þurfið bara að gefa hvort öðru aðeins meiri tíma. Umönnun og kærleikur er heilun.

Vogin

Elsku vog, þú þarft ekki að velta öllu svona mikið fyrir þér áður en þú tekur ákvörðun. Stundum er það hika það sama og að tapa. Þú færð símtal frá gömlum vini eða kunningja í vikunni og þetta símtal á eftir að hafa töluverð áhrif á framgang mála. Passaðu að huga vel að heilsunni, sérstaklega að því sem tengist meltingunni. Breytingar gætu orðið á húsnæðismálum, til dæmis einhver ný húsgögn eða þessháttar, eða meiri breytingar. Góðar fréttir berast frá útlöndum. Varkárni og gætni er heilun.

Sporðdrekinn

Kæri dreki, þú ert að fara í gegnum merkilegar breytingar núna, það er einhverskonar endurnýjun og endurreisn sem gengur yfir og eftir því sem líður á vikuna verður auðveldara fyrir þig að tjá þig um þín hjartans mál. Lífið verður fjörugt og líflegt og margt nýtt sem skýtur upp kollinum. Eldmóður, seigla og þolinmæði eru lykilatriði. Töfrar ríkja. Samvinna og samræming er heilun.

Bogmaðurinn

Þú ert búin/n að vera með peninga á heilanum kæri bogmaður og það er hið besta mál enda eru ný verkefni og fjárhagslegt öryggi framundan. Góðar fréttir berast af fjölskyldunni og það eru miklar breytingar í vændum hjá yngra fólkinu. Birta og öryggi eru heilunarorð vikunnar.

Steingeitin

Þú veist að maður veit ekki alltaf allt best kæra steingeit. Stundum borgar það sig að hafa góða ráðgjafa og það er alltaf gott að passa vel upp á alla pappíra. Þetta á sérstaklega vel við i þessari viku. Góðar fréttir berast eftir mikið erfiði í málum sem tengjast heilsunni. Þú þarft að losna undan togsreitu sem hefur verið að hamla þér í samskiptum. Segðu hug þinn. Það virkar alltaf betur en að þegja. Hamingja er heilun.

Vatnsberinn

Kæri vatnsberi, maður þarf að gæta vel að sínu ef áhyggjur plaga mann. En vittu bara að erfið verkefni leysast og áhyggjur verða óþarfar af því þú átt góða vini sem þér finnst gott að tala við.

Fiskarnir

Jafnvægi er lykill í vikunni elsku fiskur. Sérstaklega hvað varðar hreyfingu, svefn og mataræði. Mannkærleikur er allt í kringum þig og þér er alveg óhætt að treysta innsæi þínu. Hamingjan er rétt handan við hornið. Að elska er heilun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki