Fókus

Stjörnuspá fyrir vikuna 8. september til 15. september

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 9. september 2017 21:30

Innlegg fyrir landann.

Vikan 8.–14. sept.
Vinnugleði landans verður alltaf mesti arðurinn sem Ísland á. Að hika er það sama og að tapa. Nú þarf að taka á erfiðum málum, færa þau til betri vegar. Finna lausnir. Náttúran og náttúruöflin eru hliðholl landanum og fjármálin skila sér vel. Fjárhagslegt og tilfinningalegt jafnvægi fylgir í kjölfarið ef vel er haldið á málum.

Með stjörnukveðju,
Björk

Hrúturinn
21. mars – 19. Apr

Endurnýjun, endurreisn er allt um kring hjá hrúti. Mikil orka. Óvæntir hlutir banka upp á. Frétt kemur inn sem gagntekur hrútinn. Nýir samningar og persónulegur sigur kemur inn. Fara vel yfir allar bréfaskriftir og samninga. Missa ekki sjónar á markmiðum sínum. Samvinna, samræming, þjónustulund er heilun.

Nautið
20. apr – 20. Mai

Fjölbreytileiki, tign er yfir nautinu. Fara vel með, ef áhyggjur banka upp á. Lausn er lykill. Farsæll endir á mikilvægu verkefni. Þolinmæði er lausn. Styrk þarf til að ráða við erfiðar aðstæður.
Ástríðu ber að fara með af mikilli virðingu. Ef um fjármál er að ræða er lykillinn lausnir. Samvinna, samræming er heilun.

Tvíburarnir
21. mai – 20. Júní

Tvíburar þurfa að treysta innsæi sínu.Við flókin, erfið verkefni þarf orkan að vera í lausnum. Erfitt verk verður ríkulega launað. Breytingar. Bankar, rótgrónar stofnanir láta ljós sitt skína. Snertir það vinnu. Góðar fréttir koma inn eftir erfiða tíma í fjármálum. Fara vel yfir stöðuna, passa sitt. Lausnir eru heilun.

Krabbinn
21. júní – 22. Júlí

Fullkomnunar- og mannkærleikstalan sýnir sig hjá krabbanum. Ný verkefni eða viðskipti sýna sig. Töfrar í kring. Erfið verkefni eða mótbyr í starfi tekst krabba að leysa með einbeitni og viljastyrk. Kaup og sala kemur inn, leysir þrönga stöðu. Góður tími sem umvefur krabba. Góðar fréttir koma inn um fjármál. Samvinna er heilun.

Ljónið
23. júlí – 22. Ágúst

Miklar væntingar. Kraftaverk. Hvatning frá vinum. Hafa ekki áhyggjur, missa ekki sjónar á markmiðum. Ný áform, ný verkefni, fyrirtæki ásamt nýjum viðskiptum eru í kortunum. Eitthvað óvænt gerist. Góðar fréttir af fjármálum. Fín lína sem er afar viðkvæm. Fjölskyldan gleðst, markmiðum náð eftir mikla vinnutörn. Þolinmæði er heilun.

Meyjan
23. ágú – 22. Sep

Fjölbreytileiki, tign er allt um kring. Ást og kærleikur ríkir hjá meyju. Öryggi er í fjármálum. Nauðsynlegt er að vinna manns gleðji mann og göfgi. Vandinn er að vinna allt og alla hluti þannig að þeir séu lausnatengdir. Allt leysist, vandinn er að finna bestu leiðina fyrir sig. Meyjan er vinnusöm, það er hennar lykill að velgengni. Eldmóður, hugrekki er heilun.

Vogin
23. Sep – 22. Okt

Óvæntir gestir banka á dyr hjá voginni. Mikil og sterk vernd er yfir fjármálum. Tímamót. Mikill undirbúningur er framundan og tekur sá tími sem í það fer mikinn hluta ársins hjá vog. Vinna með stjórnkerfinu, betra er að hafa það með sér en á móti. Inn kemur frétt sem snertir vel við kringumstæðunum. Góðar fréttir eru á leiðinni inn. Trú, von og kærleikur er heilun.

Sporðdrekinn
23. okt – 21. Nov

Fullkomnun og mannkærleikur leikur um dreka. Vandamál leysast og erfitt tímabil tekur enda. Stress og áhyggjur leggja víkja og dreki nær jafnvægi. Togstreitu þarf að leysa eins nákvæmlega og erfiðan hnút. Góðar fréttir berast. Tímamót. Verklok. Stórt og erfitt verk tekur enda. Samvinna, samþjöppun og þjónustulund ríkir og skilar arði. Velgengni og frami kemur í kjölfar mikillar vinnu. Gleði og hamingja er heilun.

Bogmaðurinn
22. Nov – 21. Des

Fjölbreytileiki, tign umvefur bogmanninn. Mikill undirbúningur hefur verið í gangi og skilar inn nýjum samningum. Fara vel með og passa alla pappíra. Stjórnkerfið er samt við sig, betra að vera réttum megin við það. Frjósemi er mikil. Frétt kemur inn af erfiðu verkefni og snertir það fjármál. Lausnir eru heilun.

Steingeitin
22. des – 19. Jan

Óvæntir hlutir banka á dyr geitar. Mikil orka er og endurnýjun allt um kring. Erfitt hjá geit ef hún hefur ekki nægt svigrúm. Styrkur. Hindrunum ýtt til hliðar og þær leystar. Frjósemi mikil. Sigurgleði. Nýir samningar. Athafnir fara á fullt. Áhyggjur eru ekki boðlegar geitum. Draumar rætast. Mikill og skemmtilegur undirbúningur hefst. Ástríða, eldmóður og orka er heilun.

Vatnsberinn
20. jan – 18. Feb

Mannkærleikur umlykur vatnsberann. Heilsan er dýrmæt. Heillatalan verndar. Undirbúningur er á svo mörgum sviðum og hindrunum ýtt til hliðar. Passa vel upp á sjálfan sig og sína. Ástríða er góð ef hún er í hófi. Óvæntir hlutir koma inn og nú er vatnsberi tilbúinn að taka við og nýta hæfileika sína. Starfsframi. Vernd er yfir fjármálum. Sköpun, listrænir hæfileikar eru heilun.

Fiskarnir
19. feb – 20 mars

Óvæntir hlutir eru allt í kringum fiskana. Vinnan er fiskunum mikilvæg. Breytingar. Góð og traust vinátta vermir fiskana. Velvild. Velgengni. Ef áætlanir standast ekki og einhver ljón verða í veginum er lykillinn að beita þolinmæði, hún er sigurvegarinn í viðskiptum. Samvinna, samræming er heilun.

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin. Margrét nam sálfræði og forritun Kaupmannahöfn á þeim árum þegar tæknisinnaðir voru með símboða í beltinu og farsíminn vó sirka 450 grömm en lífsspeki hennar rammast í setningunni:

„Mart smart gerir eitt lekkert.“

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

TÍMAVÉLIN: Sótölvaðir embættismenn í Bergstaðastræti – Nokkrir unnu hjá Íslandsbanka

TÍMAVÉLIN: Sótölvaðir embættismenn í Bergstaðastræti – Nokkrir unnu hjá Íslandsbanka
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán sinnir erlendum aðdáendum og verður með live útsendingar frá leiknum á morgun: Svona er HM stemmningin á Íslandi

Ásdís Rán sinnir erlendum aðdáendum og verður með live útsendingar frá leiknum á morgun: Svona er HM stemmningin á Íslandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Veðurfregnir vikunnar frá Páli Bergþórssyni (94): Gola og rigning út vikuna í Reykjavík – Kalt í næstu viku

Veðurfregnir vikunnar frá Páli Bergþórssyni (94): Gola og rigning út vikuna í Reykjavík – Kalt í næstu viku
Fókus
Fyrir 6 dögum

HÖNNUN & HEIMILI: Litríkt heimili hjá arkitekt í Stokkhólmi – Flippar með fúgurnar

HÖNNUN & HEIMILI: Litríkt heimili hjá arkitekt í Stokkhólmi – Flippar með fúgurnar
Fókus
Fyrir einni viku

TÍMAVÉLIN: Bjórlíkið breytti drykkjumenningu Íslands – „Sumir höfðu áhyggjur“

TÍMAVÉLIN: Bjórlíkið breytti drykkjumenningu Íslands – „Sumir höfðu áhyggjur“
Fókus
Fyrir einni viku

HEIMILI & HÖNNUN: „I’m blue dabadee daba daaa…“

HEIMILI & HÖNNUN: „I’m blue dabadee daba daaa…“