fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Hildi boðið sæti í bandarísku akademíunni – „Hvílíkur heiður!“

Fókus
Sunnudaginn 7. júlí 2019 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Hildur Guðnadóttir er nú á meðal 842 listamanna og framleiðenda frá 59 löndum sem hafa fengið boð um að taka sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni. Þetta staðfesti hún á samskiptamiðlinum Twitter og segir hún þar heiðurinn vera gríðarlegan.

Bandaríska kvikmyndaakademían er sú nefnd sem kýs um ár hvert hvaða einstaklingar munu hljóta Óskarsverðlaunin. Á meðal fleiri Íslendinga sem hafa hlotið boð í nefndina eru Atli Örvarsson tónskáld, Fríða Aradóttir förðunarfræðingur, Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Heba Þórisdóttir og Jóhann Jóhannsson heitinn. Þau Jóhann og Hildur höfðu einmitt áður unnið náið saman áður en hann féll frá.

Hildur hefur vakið gríðarlega athygli að undanförnu og samdi meðal annars tónlistina fyrir HBO-þættina Chernobyl og spennumyndina Sicario: Day of the Soldado. Þar tók hún við keflinu af Jóhanni, sem samdi tónlistina fyrir forvera þeirrar myndar og hlaut Óskarstilnefningu fyrir verk sitt.

Sjá einnig: Hildur eyddi mörgum klukkutímum í kjarnorkuveri

Þess má einnig geta að hún semur tónlistina fyrir kvikmyndina Joker. Myndin er væntanleg í október á þessu ári og skartar þeim Joaquin Phoenix og Robert De Niro ásamt fleirum. Margir hverjir bíða eftir þeirri mynd með mikilli eftirvæntingu og tilheyrir hún splunkunýjum myndabálki frá hasarblaðaheimi DC Comics. Sagan tekur þarna nýjan vinkil forsögunnar að því hvernig Jókerinn varð að þeim alræmda glæpamanni sem flestir þekkja. Phoenix fer með titilhlutverkið og má sjá stikluna fyrir myndina hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu