fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Þegar pabbar kunna á Photoshop – Sjáðu myndirnar!

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur Matt MacMillans, Ryan, hefur slegið í gegn á vefnum. Ryan fæddist níu vikum fyrir tímann og eyddi sex vikum á vökudeild.  Því datt Matt í hug að nota myndvinnsluforritið Photoshop til að sýna fyrirburann litla í aðstæðum sem flestir geta verið sammála um að henti ekki ungabörnum.

„Ég og eiginkona mín erum með ákaflega góðan húmor svo okkur fannst virkilega gaman að standa í þessu. Við munum alltaf geta horft til baka á þetta verkefni með bros á vörum,“ sagði Matt í samtali við miðilinn Caters. „Mér þykja hefðbundnar ungbarna myndir frekar leiðinlegar, svo ég ákvað að krydda þær upp með þessum hætti.“

Matt segir uppáhalds myndina vera þá sem sýnir Ryan klæddan upp til að fara í vinnuna, en hana má sjá hér neðar. Hæfileikar hans í Photoshop eru miklir og myndirnar mjög raunverulegar, en sú staðreynd hefur valdið því að þau hjónin hafa hlotið mikið af reiðilegum athugasemdum frá fólki sem lýsa yfir áhyggjum af velferð barnsins því þau töldu myndirnar raunverulegar. 

„Þau spyrja hvernig ég fái það af mér að setja barnið mitt í svona hættulegar aðstæður. Ég varð bara að hlæja. Ég meina, það er ekki fræðilegur möguleiki að ungabarn geti lyft exi af þessari stærð, eða farið að veiða, eða skorið niður kalkún. Hann getur ekki einu sinni gengið. Þessar myndir eru unnar með Photoshop. Hann var aldrei í neinni hættu.“

Við vörum við efni myndanna, þær geta gefið þér tannpínu þær eru svo sætar.

Ungur nemur, gamall temur

 

Sætasti pókersvipurinn

 

Þessi ætlar að færa björg í bú

 

Vinna í byssunum

 

Engar áhyggjur mamma, ég redda þessu

 

Ekki mikið gagn af garðyrkjumanni sem hefur enga jarðtengingu

 

 

Hann þarf ekki að höggva eldivið því hann iljar fólk um hjartarætur með því að vera krúttsprengja

 

Þetta er náttúrulega engin smá dúlla

Erla Dóra Magnúsdóttir
erladora@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Bára uppljóstrari verður spunameistari – Heldur út í óvissuna

Bára uppljóstrari verður spunameistari – Heldur út í óvissuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin
Fókus
Fyrir 2 dögum

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndbandið: Ótrúleg umbreyting á Hirti Jóhanni

Sjáið myndbandið: Ótrúleg umbreyting á Hirti Jóhanni
Fyrir 3 dögum

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína