fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ingó sýnir á sér Hina hliðina – „Ég get boðið þér afslátt á varadekkjum“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 21:00

Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir/Svart

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Hjálmar Ragnarsson Geirdal gítarleikari þungarokkssveitarinnar DIMMU, hefur verið lengi í sviðsljósinu. Tíu ára gamall var hann byrjaður að æfa og sýna töfrabrögð, en þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna vel eftir skemmtunum Ingós í Hollywood í Ármúla.

Í fyrra fagnaði Ingó fimmtugsafmæli og einnig því að hafa sýnt töfrabrögð í 40 ár og af því tilefni hélt hann afmælissýningu í Salnum í Kópavogi. Næsta sunnudag mun Ingó halda aðra sýningu í Salnum.

Ingó sýnir á sér hina hliðina fyrir lesendur DV.

Hverjum líkist þú mest?
Ég líkist mest föður mínum Ragnari Geirdal í útliti en föðurafa mínum Ingólfi Geirdal í háttum.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég sé Jói P.

Ef þú þyrftir að eyða 1 milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Á klukkutíma mundi ég koma við í Tónastöðinni, Hljóðfærahúsinu og Rín og bæta nokkrum gíturum í safnið.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Billion Dollar Babies með Alice Cooper.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Comfortably Numb.

Silli Geirdal, Ingólfur Geirdal, Stefán Jakobsson og Egill Örn Rafnsson
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir/SVART

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Stayin´Alive.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Modern Times eftir Chaplin. Meistaraverk.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Sítt að aftan klippingin. Business up front and party in the back.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Charlie Chaplin.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þó þú hafir aldrei hitt hann?
Brian May. Við höfum skrifast á í gegnum árin en aldrei hist.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Fæðing dóttur minnar, Katrínar Jennýjar.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Þegar Donald Trump opnar munninn. Þaðan kemur fátt af viti.

Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir/Svart.

Hver er mest kynæsandi teiknimyndapersónan?
Betty Boop.

Hver er fyndnasta „pick-up“ línan sem þú hefur heyrt?
Ég get boðið þér afslátt á varadekkjum….

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Samhæfðri sundfimi.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
The Exorcist.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Batman. Alltaf svartklæddur og svalur.
Þegar ég var fimm ára þá fannst mér eitursvalt að eiga vin sem bar eftirnafnið Backman. Það er það næsta sem ég hef komist nær Batman.

Hvað myndirðu skíra landið okkar ef við þyrftum að breyta?
Undraland.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að elska sjálfa/n sig og aðra. Já, og sjá Modern Times eftir Chaplin.

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Júróvisjón fyrir Íslands hönd og Donald Trump vera myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
Frikki Dór og Lagarfljótsormurinn stálu senunni.
Donald Trump mun ekki tjá sig um málið á Twitter.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Nei. Ég mundi bíða eftir að hann kæmi úr sturtu og segja svo;
„Sæll vinur. Kemurðu oft hingað?“

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Að lifa, njóta og elska.

Hvað er framundan um helgina?
Ég verð með töfrasýninguna mína „Galdrar“ í Salnum á sunnudaginn 10. febrúar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“