fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Guðlaug gaf flóttamanni sófasett en það var eitt sem vantaði – Leitaði til netverja og viðbrögðin voru ótrúleg

Fókus
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engum ofsögum sagt að lítið góðverk geti dimmu í dagsljós breytt og mörg mættum við ef til vill vera örlítið jákvæðari og tillitsamari í garð náungans.

Ein lítil færsla á Facebook sýnir að samtakamáttur fólks getur verið mikill. Þannig er mál með vexti að Guðlaug Hrönn nokkur, kona á besta aldri, setti inn auglýsingu í Facebook-hópinn Vinna með litlum fyrirvara í gær.

Þar sagði hún frá því að hún hefði auglýst sófasett gefins á þar til gerðri Facebook-síðu. Sagði Guðlaug að flóttamaður frá Palestínu hefði gjarnan viljað fá það. Sjálf er hún búsett í Grafarvogi en hann í Hafnarfirði og þar sem hann var ekki með afnot af bíl – og hún á bíl sem sófasettið komst ekki í – voru góð ráð dýr.

„Dettur ykkur í hug einhver leið til að koma því til hans, t.d. einhver sem keyrir þessa leið og gæti tekið þetta með í ferðinni eða gegn mjög sanngjarnri greiðslu?“

Viðbrögðin við færslunni létu ekki á sér standa og voru margir sem buðust til að hjálpa. „Ég er til í að leggja í púkk fyrir flutningabíl,“ sagði ein kona, Pálína að nafni. Guðlaug svaraði að bragði að hún væri komin með tilboð upp á sex þúsund krónur og svaraði Pálína að bragði að hún væri tilbúin að borga helminginn af því. Fleiri bættust í hópinn og sögðust tilbúnir að leggja sitt af mörkum.

Miðað við umræðurnar er líklegt að maðurinn hafi fengið sófasettið með aðstoð góðra netverja sem þekktu hann ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“