fbpx
Laugardagur 23.febrúar 2019
Fókus

Guðrún biðlar til borgaryfirvalda – „Þetta er hluti af unga fólkinu okkar sem geta orðið nýtir þjóðfélagsþegnar“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hauksdóttir Schmidt hefur vakið athygli á og barist fyrir bættum aðstæðum útigangsmanna. Málefnið er Guðrúnu kært, en sonur hennar Þorbjörn Haukur Liljarson, var einn þessara manna.

Hann lést 15.október 2018 í Gistiskýlinu á Lindargötu, Þorbjörn Haukur var 46 ára gamall.

Í færslu á Facebook skrifar Guðrún áminningu til stjórnvalda um að bjarga fólkinu á götunni, fólkinu sem á í engin hús að leita og sefur úti í kuldanum. „Ég veit ekki hvort einhver hefur misst lífið í kuldakastinu á Íslandi undanfarið. Ég veit bara að lögreglan bjargaði einum einstaklingi frá því að missa lífið í nótt. Maður sem var við að frjósa í hel og átti ekki í neitt hús að venda.“

Sjá einnig: Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“

Í færslunni ber Guðrún daglegt líf sitt og heilsu saman við fólkið á götunni.

„Ég er heppin að vera nokkuð heilsuhraust. Ég get flest allt, stundað vinnuna mína, verið með börnunum mínum og barnabörnum, fjölskyldunni minni, verið í sambandi við vini mína, farið á tónleika, mætt í veislur, ferðast, ég á hlýjan fatnað, einnig sumar fatnað, ég get farið á ströndina, hlustað á fréttir. Ég á hlýtt rúm sem er hreint, ég á hlýtt herbergi, ég á nógan mat, ég á tölvu og ég get verið í sambandi við vini og kunningja um allan heim. Ég get farið til læknis og tannlæknis þegar á þarf að halda. Ég fylli líf mitt þakklæti fyrir allt þetta,“ segir Guðrún.

„Fólkið okkar á götunni á nánast ekkert af þessu. Þau þrá hlýtt heimili, þau þrá faðmlag, þau þrá að geta talað við þá sem þeim þykir vænt um. Þetta fólk er mjög einmana. Við skulum muna að gefa fólkinu á götunni smá tíma þegar pláss er til þess. Það er ómetanlegt fyrir þau og gerir þann dag meira virði en okkur grunar.“

Skorar hún á borgaryfirvöld að opna augun fyrir aðstæðum útigangsmanna og hjálpa því áður en fleiri missa lífið. „Ég krefst þess að borgin taki sig saman og opni hús fyrir þessa einstaklinga sem bíða annars bara dauða síns á götunni. Hvað er að ykkur hjá borginni ?

Þetta er hluti af unga fólkinu okkar sem geta orðið nýtir þjóðfélagsþegnar ef þið bara hjálpið til þess.“

Nýr minningarveggur samþykktur – Gleðifréttir segir Guðrún

Rétt fyrir jól var reistur minningarveggur um Þorbjörn við Lækjargötu í Reykjavík. Þar er fólki frjálst að skilja eftir matvöru, fatnað eða annað nýtilegt sem fólk er á um sárt að binda getur nýtt sér.  „Á vegginn geta þeir sem eiga um sárt að binda, náð i fatnað, matvöru eða annað á veggnum – allt eftir því hvað fólk hefur hengt á hann. Ef þið eigið leið á Lækjargötu megið þið gjarnan hafa þetta i huga.“

Staðsetningin var þó ekki til frambúðar þar sem verið er að byggja hótel á reitnum. Þann 31. janúar fékk Guðrún hins vegar skilaboð frá Degi. B. Eggertssyni borgarstjóra um að nýr veggur hefði verið samþykktur.  „Staðsetningin er ekki ákveðin ennþá. Þetta eru gleðifréttir,“ segir Guðrún.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Veðrið gerir allt vitlaust á Twitter: „Þetta eru ekki þrumur og eldingar. Þetta er Randver í Spaugstofunni að grilla“

Veðrið gerir allt vitlaust á Twitter: „Þetta eru ekki þrumur og eldingar. Þetta er Randver í Spaugstofunni að grilla“
Fókus
Í gær

Gómuð: Fangamyndir af frægum

Gómuð: Fangamyndir af frægum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitaði í áfengi til að þola frægðina sem fylgdi Harry Potter: Drakk til að gleyma

Leitaði í áfengi til að þola frægðina sem fylgdi Harry Potter: Drakk til að gleyma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn sterkasti maður heims spókar sig í Bláa lóninu

Einn sterkasti maður heims spókar sig í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessir koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum

Þessir koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð náði botninum: „Fjórtán bjórar, átta tópasskot og tveir sígarettupakkar“

Ingó Veðurguð náði botninum: „Fjórtán bjórar, átta tópasskot og tveir sígarettupakkar“