fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Villtu, íslensku blómin vanmetin: Blóm geta endurspeglað tilfinningar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 11:30

PASTEL-stöllur standa vaktina um helgina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vendirnir frá Pastel eru allt annað en hefðbundnir. Blómin fá svolítið að stjórna ferðinni sjálf og við vinnum eftir tilfinningu. Litasamsetningarnar eru óvæntar og ólíkar því sem fólk er vant. Auk þess notum við þurrkuð, lituð blóm og blöndum þeim við önnur fersk, afskorin,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, annar helmingur tvíeykisins í blómastúdíóinu Pastel.

https://www.instagram.com/p/Btq0FN9AN_B/

Kýldu á það síðasta haust

Sigrún skipar stúdíóið með vinkonu sinni, Elínu Jóhannsdóttur, en þær stöllur halda sinn fyrsta pop-up viðburð í Granda Mathöll helgina 23. Til 24. febrúar næstkomandi.

„Pop-up markaðurinn er skemmtileg leið til að kynna okkur og vöruna okkar og hitta tilvonandi viðskiptavini. Okkur fannst Grandi Mathöll vera tilvalinn staður fyrir viðburðinn þar sem þau hafa búið til skemmtilega og lifandi markaðsstemningu,“ segir Sigrún, en þær Elín hafa áralanga reynslu í heimi tísku og hönnunar.

https://www.instagram.com/p/BtUKh8XgMbG/

„Hugmyndin að blómastúdíói hafði blundað lengi í okkur báðum. Við ákváðum síðasta haust að það væri ekki eftir neinu að bíða og byrjuðum prófa okkur áfram með mismunandi samsetningar. Elín lauk prófi í sjónmenningarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla fyrir nokkrum árum, ásamt því að hafa starfað við tísku og verslunarstörf í fleiri ár. Ég hef bakgrunn í tísku, frá sölusýningum, við verslunarstjórnun og stofnaði og rak vefverslun með vintage fatnaði á meðan ég bjó í Berlín. Leiðir okkar lágu saman við verslunastörf fyrir nokkrum árum.“

„Fullkominn konudagsvöndur er gefinn af heilum hug“

Það er engin tilviljun að vinkonurnar í Pastel poppa upp í mathöllinni þessa helgi, þar sem konudagurinn er á sunnudag. En hvað einkennir hinn fullkomna konudagsvönd?

https://www.instagram.com/p/BslRmuUg9Ej/

„Fullkominn konudagsvöndur er gefinn af heilum hug,“ segir Sigrún og segir þær Elínu leggja mikla ástríðu í hvern vönd.

„Ætli blóm geti ekki endurspeglað flestar tilfinningar. Blóm eru táknmynd sköpunar og við reynum að endurspegla það í okkar handbragði. Hver og einn vöndur frá okkur hefur sinn eigin karakter og engir tveir eru eins.“

Margt spennandi framundan

Þá liggur beinast við að spyrja hvað þær telji að sé vanmetnasta blómið?

https://www.instagram.com/p/BrOOE3WnjPn/

„Okkur finnast íslensku, villtu blómin oft vanmetin og langar mikið til að prófa okkur meira áfram með þau þegar fer að sumra,“ segir Sigrún. Eftir að pop-up markaðinum lýkur taka við spennandi tímar hjá Pastel.

„Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni við skreytingar og innsetningar fyrir ólík tilefni og það er margt spennandi fram undan á næstu vikum sem við hlökkum til að sýna afraksturinn af. Auk þess erum við partur af skemmtilegu samstarfsverkefni á Hönnunarmars í lok næsta mánaðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki