fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Tjörvi er sautján ára og vinnur með Red Bull: „Maður getur fest sig í fullkomnunaráráttunni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 16:00

Mynd: Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tjörvi Jónsson er saután ára Akureyringur sem hefur verið að búa til myndbönd í rúmlega tvö ár. Hann er á öðru ári við Menntaskólann á Akureyri og vinnur einnig við myndbandagerð.

Þrátt fyrir ungan aldur einbeitti Tjörvi sér að myndbandandagerð síðasta sumar og fór alla leið í framleiðslu á myndefni.

„Þó að það var erfitt þar sem ég var ekki með bílpróf meiri hlutann af sumrinu þá hef ég aldrei lært jafn mikið á svona stuttum tíma,“ segir Tjörvi í samtali við DV.

Tjörvi var að gefa út nýtt myndband um árið sitt í fyrra.

„Ég ferðaðist um landið. Ég elska að taka upp íslenska náttúru og taka ljósmyndir af henni. Ég ákvað að búa til myndband þar sem ég tek saman árið mitt og segi örlitla sögu,“ segir Tjörvi.

Mynd: Tjörvi Jónsson

Aðspurður hvað sé það erfiðasta við myndbandsgerð segir Tjörvi það örugglega vera vinnan eftir á.

„Maður getur fest sig í fullkomnunaráráttunni sem heltekur mann svo oft. Ég get misst mig alveg í að ná hverju sekúndubroti vel, en það er það sem gerir þetta líka svo skemmtilegt.“

En það skemmtilegasta?

„Það skemmtilegasta við myndbandsgerð er að mínu mati að taka upp. Að fara á staðina og fanga efnið. Ég er mikið að ferðast um landið og það er ekkert skemmtilegra en að koma á stað sem ég hef aldrei komið til áður, og sjá þetta með mínum eigin augum. Taka út drónann og ná geggjuðum skotum,“ segir Tjörvi.

Hver er draumurinn?

„Draumurinn er klárlega eitthvað í þessa áttina. Að vinna við að gera myndbönd. Ég er núna að vinna mikið með Red Bull á Íslandi og það er ótrúlega gefandi,“ segir Tjörvi.

Horfðu á myndband Tjörva hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig