fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Eva Laufey um föður sinn Hemma Gunn: „Þetta var ekkert alveg venjulegt fjölskyldulíf“

Fókus
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 12:06

Eva Laufey Kjaran.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kynnist honum seint en vissi alltaf af honum. Það var ekkert leyndamál í æsku hver væri pabbi minn og ég hitti hann oft þegar ég var yngri en hann var kannski ekki þá í sínu besta ásigkomulagi og var örugglega ekki tilbúinn til þess að tengjast okkur systkinunum.“ Þetta segir sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir um samband sitt við föður sinn, Hermann Gunnarsson, eða Hemma Gunn. Hún ræðir þetta og annað í þættinum Einkalífið sem sýndur er á Stöð 2.

Hún kynntist ekki Hemma fyrr en hún var komin á unglingsaldur en þá náði hún að mynda sterkt samband við hann áður en hann lést árið 2013. „Þetta var ekkert alveg venjulegt fjölskyldulíf og svolítið flókið, ég viðurkenni það alveg. Ég kynntist honum vel þegar ég var orðin fullorðin en á unglingsárunum varð sambandið alltaf betra og betra og hann líka á miklu betri stað. Við kynntumst bara mjög vel og þetta var orðið að mjög góðu sambandi,“ segir Eva.

Hún segist þó mjög þakklát fyrir að hafa náð að kynnast honum. „Ég var svo þakklát fyrir það þegar hann dó að við höfðum átt svona góðan tíma saman og gott samband. Hann var byrjaður að hringja í mig og svona aðeins farinn að segja mér til og þá hugsaði ég að ég væri tvítug og þú getur ekki byrjað núna,“ segir Eva Laufey.

Hún segist hafa búið til sögur þegar hún var barn og spurð um föður sinn. „En það sem var kannski svo flókið þegar maður er lítill er að aðrir vita að þetta sé Hemmi Gunn og leit ekki á hann sem einhver Hemmi Gunn. Það var því flókið þegar allir krakkarnir í bekknum voru að spyrja mig hvað Hemmi gaf mér í gjöf og hvort ég væri ekki alltaf að fara í þáttinn til hans. Svo var ekki raunin og það var oft svolítið erfitt og ég man að ég stóð mig alveg að því, og hef örugglega ekki sagt neinum, að maður byrjaði að búa til sögur fyrir þau með gjafir og annað því að ég skildi ekkert af hverju þetta væri svona. Ég var kannski aðeins meðvirk með ástandinu,“ segir Eva Laufey.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“