fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem rapparinn Króli, vill stefna að leiklist í framtíðinni. Þetta kemur fram í hlaðvarpi YouTube-rásarinnar Ice Cold en þar fer hann yfir víðan völl með þáttastjórnandanum Stefáni Atla Rúnarssyni.

Í þættinum ræðir Króli ferilinn, edrúmennsku, húðflúr, leiklistina og ekki síst kvíðann ásamt því að brýna fyrir mikilvægi þess að slökkva á svokölluðu „notification“ stillingunni á samfélagsmiðlum sínum, en þetta telur hann vera mjög hollt fyrir sálina. Einnig segist hann vera orðinn hundleiður á síða hárinu og vill fátt meira en að skella sér í klippingu.

Króli talar einnig um eitraða karlmennsku (e. „toxic masculinity“), fyrirbæri sem honum þykir afar áhugavert. „Það er enn til fólk sem skilur ekki að það er í lagi að tala um tilfinningar, fara til sálfræðings eða leita sér hjálpar,“ segir Króli. „Fólk hefur ekki verið að opna sig um þessi mál af ástæðulausu. Þetta er mér mikið hjartans mál.“

„Ég er ofsakvíðasjúklingur“

Spurður að því hvort fylgi einhver kvíði að fylgja vinsælum smellum eftir svarar rapparinn mjög skýrt: „Ég er ofsakvíðasjúklingur. Ég var greindur með kvíða þegar ég var ellefu ára. Það fylgdi mér svolítið og það tók tíma fyrir mig að læra að hugsa ekki of mikið um það, sérstaklega væntingar og annað. Ef þú ert ekki að gera tónlist fyrir nákvæmlega bara þig og engan annan, þá ertu að gera þetta á vitlausum forsendum,“ segir Króli.

„Ég er ekki að segja að þetta sé eini rétti hugsunarhátturinn, en mér finnst það þægilegt, því annars væri ég alltaf með hnútinn í maganum.“

Króli hefur að öðru leyti skotið upp kollinum í ýmsu sjónvarpsefni að undanförnu, meðal annars í Áramótaskaupinu og Ófærð. Nýverið lék hann stórt hlutverk í kvikmynd sem rapparinn segir að sé ekki komið endanlegt nafn á, en hún er væntanleg seinni hluta þessa árs.

Umrædd kvikmynd er í leikstjórn Silju Hauksdóttur, sem gerði meðal annars sjónvarpsþættina Ástríður auk kvikmyndarinnar Dís. Nýjasta mynd hennar skartar þeim Birni Hlyn Haraldssyni, Þorsteini Bachmann og Króla í burðarhlutverkum.

Myndin var tekin upp á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. Króli fór í prufu, lærði textana sína og fékk á endanum hlutverkið þar sem hann lærði heilmikið af samstarfsfólki sínu. Rapparinn hafði í kjölfarið smitast af leiklistarbakteríunni og vill takast á við fleiri sambærileg verkefni á næstunni. „Þetta er klárlega eitthvað sem mig langar að stefna að í framtíðinni,“ segir hann sæll.

Hlaðvarpið má heyra í heild sinni að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“