fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Silja Bára tekur 55 kíló í bekk: „Af og til reynir maður of mikið á sig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 10:00

Silja féll fyrir kraftlyftingum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef keppt einu sinni, ég lofaði sjálfri mér að ég myndi keppa eftir að ég skilaði doktorsritgerðinni, svo ég tók þátt í bikarmóti haustið 2017, um hálfum mánuði eftir skil. Markmiðið var einfaldlega að gera gildar lyftur, og það tókst – og ég var ekki síðust á mótinu,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðsamskiptum við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í viðtali við Mannlíf.

Silja hefur stundað kraftlyftingar í fimm ár. Hún tekur 110 kíló í réttstöðulyftu, 100 kíló í hnébeygju og 55 kíló í bekkpressu.

„Langtímamarkmiðið er að mig langar að ná 300 kg samanlögðu fyrir fimmtugt. Ég hef smátíma í það,“ segir Silja, sem féll algjörlega fyrir sportinu.

„Ég hef aldrei verið fyrir hlaup gefin en þetta byggir upp þol og styrkir beinin. Ef þú ætlar ekki að meiða þig við að gera lyfturnar vitlaust þá þarftu að vera á staðnum, svo ég skil vinnuna eftir í þessar 90 mínútur eða svo sem ég er í lyftingasalnum. Svo er þetta mjög mælanlegt – ég veit hvort ég er að bæta mig milli vikna og mánaða, sem er gott upp á markmiðasetningu og aðhald.“

Þá gefur hún öðrum sem vilja prófa kraftlyftingar góð ráð.

„Ég myndi bara gæta þess að fara á námskeið eða vera með þjálfara því ef fólk gerir ekki lyfturnar rétt er auðvelt að fara of geyst. Af og til reynir maður of mikið á sig, missir jafnvægið kannski eða einbeitinguna og þarf að kalla eftir aðstoð. Þess vegna er mikilvægt að vera ekki ein í salnum. Ég hef stöku sinnum fengið tak í mjóbakið og einu sinni eftir að ég datt á hjóli gat ég ekki verið mikið í hnébeygjunum. Ef iðkendur eru meðvitaðir í hreyfingunum virðist mér meiri líkur á að meiða sig við að missa lóð á tærnar en við æfingarnar sjálfar.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla