fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. febrúar 2019 11:30

Tara Sól­ey Mo­bee tek­ur þátt í Söngv­akeppn­inni 2019.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Sóley Mobee er einn af keppendum undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn 16. febrúar. Tara mun flytja lagið Með þér/Fighting for love eftir Andra Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson. Tara er söngkona, lagahöfundur og listakona sem elskar að skapa. Hún hefur gefið út nokkur lög síðustu ár. Tara er spennt fyrir laugardagskvöldinu og segir það heiður að fá að keppa með svona hæfileikaríku fólki.

DV heyrði í Töru Mobee og spurði hana nokkurra spurninga.

Fyrst og fremst söngkona

Hver er Tara?

„Það er góð spurning. Ég er enn þá að finna út úr því sjálf. En hún er fyrst og fremst söngkona og lagahöfundur. Ég hef einnig mikinn áhuga á hönnun yfir höfuð og sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi,“ segir Tara.

„Þetta er eina leiðin til að tjá mig.“

Hvernig er stemninginn fyrir laugardeginum? Ertu spennt, stressuð?

„Ég flakka á milli þess að vera spennt og stressuð. Stundum er ég bara spennt og fer að hafa áhyggjur af því að ég sé ekki stressuð, þá verð ég stressuð,“ segir Tara og hlær. „Þetta er algjör rússíbani.“

Andlega hliðin mikilvæg

Hvernig undirbýrðu þig fyrir laugardaginn?

„Það eru fyrst og fremst æfingarnar. Annars er það að vera til staðar („present“) á laugardaginn. Þetta er náttúrlega ekki bara atriði, heldur skemmtun. Fólk er komið saman í salnum og heima, er að hafa gaman og hlusta á tónlist. Allt sem ég elska. Ég ætla að einbeita mér að því, ekki of mikið að hugsa um aðra hluti,“ segir Tara.

Ertu hjátrúafull?

„Það er góð spurning. Ég held það fari eftir ýmsu. Ég myndi aldrei neita því, undirliggjandi er ég smá hjátrúafull. Maður segir 7, 9, 13 en þetta er ekki beint neitt sem ég treysti á,“ segir Tara.

„Mér finnst þægilegt að hughreysta mig við að það eru mismunandi orkur, orkusteinar, plöntur og hlutir sem hafa þýðingu fyrir mig. Lavender róar mig mikið niður og ég er með lavender húðflúr á eyranu til að hafa það alltaf hjá mér, til að minna mig á að hafa mig rólega.“

Fjölbreytni

Hvað finnst þér um hópinn sem er að keppa á laugardaginn?

„Það er heiður að fá að keppa með þessu fólki. Þetta eru allt meistarar og ég elska fjölbreytnina. Mér finnst sjúklega gaman að fá að keppa með öllu þessu fólki,“ segir Tara.

Nú hefur Hatari verið mikið á milli tannanna á fólki. Hvað finnst þér um að hljómsveitin hafi komist áfram?

„Það fer eftir því hvernig þú horfir á þetta. Þetta er pólitískt hjá þeim sem mér finnst alveg kúl, en svo má vega og meta hvort þetta sé rétt ákvörðun eða ekki. En ég elska hljómsveitina. Þó hún sé í fullri hreinskilni ekki alveg minn tebolli þá hefur hún opnað fyrir mér nýjan tónlistarheim,“ segir Tara.

Er eitthvað fyndið eða skemmtilegt búið að gerast á æfingum?

„Það er alltaf eitthvað að gerast. Ég er með rosalega lítil eyru og eyrnatækið sem allir flytjendur eru með á sviðinu passar ekki í eyrun mín. Þannig ég er alltaf með rosalega mikið af límband á eyrunum á æfingum. Það er alveg visst „look“ í sjálfu sér,“ segir Tara og hlær.

Þakklát

Tara segist vera mjög þakklát fyrir hópinn í kringum sig. „Ég er svo þakklát fyrir dansarana mína, þau eru ekki bara hæfileikarík heldur er svo gaman að vinna með þeim. Ég hlakka til að mæta á æfingu, spjalla og hafa gaman,“ segir Tara.

Að lokum, um hvað er Betri án þín/Fighting for love?

„Ég vill meina það að þetta er ástarlag fyrir mann sjálfan, frekar en einhvern annan. Hvernig ég sé þetta er að maður gleymir því kannski að í lokin ert það bara þú sjálf og það er það eina sem þú getur reynt að stjórna. Bara að kunna að meta það og ekki gleyma því. Þetta er þitt líf og þú stjórnar því. Þú þarft ekki að fylgja einhverju þó það sé búið að vera að gerast lengi, hvort sem það er að vera í sambandi eða vinnu til dæmis,“ segir Tara.

„Lagið heitir á ensku Fighting for love, og halda því margir að þetta sé svona ástarklisju titill. Sem er allt í góðu en ef þú hlustar á textann þá heyrirðu „I Won‘t Be Fighting For Love“ sem er svona skemmtilegur snúningur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi