fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Fókus
Föstudaginn 15. febrúar 2019 16:00

Þéttsetinn pottur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna nýliðinnar kjördæmaviku, þar sem Sjálfstæðismenn fóru hringinn í kringum landið og heimsóttu kjósendur. Hafa Sjálfstæðismenn vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undir kassamerkinu #áréttrileið.

Ein mynd úr kjördæmavikunni vakti athygli, þar sem sjá mátti þingmenn Sjálfstæðisflokks, þar á meðal Bjarna Benediktsson, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Sigríði Á. Andersen, baða sig í heitum potti.

Nú hefur myndin gengið í endurnýjun lífdaga á Reddit þar sem notandi að nafni icerevolution21 birtir hana með fyrirsögninni „Þegar potturinn er orðinn IceHot“. Er það vísan í frétt frá árinu 2015 þegar upp komst að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, væri skráður á stefnumótavefinn Ashley Madison undir nafninu IceHot1.

Skemmtilegar athugasemdir eru við þráðinn á Reddit, en þessi frá notandanum Lalli-Oni er í miklu uppáhaldi hjá Fókus:

„Fann mig einu sinni í Garðabæjarlaug og hvur andskotinn er Bjaddni IceHot ekki þarna að spyrja móttökuna hvort hann megi ekki skjótast aftur inn í klefa, hann hafi nefnilega gleymt veskinu sínu. Fjármálaráðherrann okkar gleymdi veskinu sínu! Vanhæfur!“

Þá blandar einn útlendingur sér í umræðuna, notandin nrileyjamesdoggo, og virðist ekki skilja samhengið því það eina sem hann skrifar er:

„Ég þarf að fara til Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“