fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Max Landis, handritshöfundur Deeper sakaður um nauðgunartilraun – Leikstýrt af Baltasar – „Ég bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 11:05

Max Landis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski handritshöfundurinn Max Landis var um skeið einn sá eftirsóttasti í sínu fagi. Hann á að baki kvikmyndir á borð við Chronicle, American Ultra, Bright ásamt fjölda verkefna sem eru enn í vinnslu. Á meðal væntanlegra mynda frá honum er spennutryllirinn Deeper, nýjasta mynd Baltasars Kormáks sem mun skarta stórleikaranum Idris Elba í burðarhlutverki.

Max er sonur þekkta kvikmyndagerðarmannsins John Landis og hefur verið sérlega áberandi á samskiptamiðlum í gegnum árin. Á síðustu misserum hefur Landis stigið úr sviðsljósinu eftir ítrekaðar ásakanir um kynferðisbrot. Fjöldi erlendra fjölmiðla hafa fjallað um málið svo sem Daily Beast, AV News, Jezebel og The Daily Dot.

Í desember 2017 fóru margir hverjir að ásaka handritshöfundinn á Twitter um ósæmilega hegðun. Max hafði fram að þeim tíma verið virkur á samfélagsmiðlinum en í kjölfar þessara ásakanna hefur hann haldið sig frá aðgangi sínum.

Að neðan má sjá brot af sögum og ásökunum í garð Landis.

„Hættu! Þetta er mjög slæm hugmynd“

Á dögunum birtist færsla á vefnum Medium frá nafnlausum notanda. Í færslunni segist notandinn vera kona sem varð fyrir kynferðislegri áreitni frá Landis. Konan segist vera gömul vinkona handritshöfundarins og rifjar upp ferðalag þeirra árið 2012. Tekur hún skýrt fram að þau voru vinir og stóð aldrei til að leggjast í ferðalagið með rómantískan ásetning í huga.

Ferðinni var heitið til Kaliforníu og þegar áfangastað var náð er Landis sagður hafa reynt að stunda kynmök við hana þegar bæði voru undir áhrifum áfengis og neitaði að stoppa þegar hann var beðinn um að minnka ágengnina.

„Ég áttaði mig á því að ég myndi aldrei vinna þessa baráttu,“ segir í færslu stúlkunnar. „Hann greip utan um mig og þrýsti mér á rúmið. Ég fann fyrir holdrisi hans og áður en ég vissi af var hann byrjaður að klæða mig úr bolnum. Hann reyndi ítrekað að kyssa mig á meðan ég reyndi að snúa mér í hina áttina. Ég bað hann um að hætta en hann hlustaði ekki.“

Þá segist stúlkan hafa sagt „Hættu! Þetta er mjög slæm hugmynd“ og bætti við að eina leiðin til að ná stjórn á aðstæðum var að þykjast hafa fallið í yfirlið. Að hennar sögn fór Landis þá af henni, sofnaði við hlið hennar og knúsaði hana.

Einnig birti hún skjáskot af einkasamræðum þeirra þar sem atvikið var rætt í þaular. Landis blæs á möguleikann að um hafi verið kynferðisbrot að ræða og segir þau hafa verið „í glímu“ þegar atvikið átti sér stað. Þar bætir hann einnig við að hann hafi lesið kolvitlaust í aðstæður, þrátt fyrir að stúlkan hafi sagt „Hættu. Nei, gerðu það, hættu.“

Hér má sjá brot úr einkaskilaboðum á milli Landis og stúlkunnar ónefndu.

Baltasar hljóp í skarðið

Kvikmyndin Deeper fjallar um fyrrverandi geimfara sem er fenginn til að fara á djúpt á hafsbotn og kemst þar í kynni við ýmis yfirnáttúruleg fyrirbæri.

Á meðal framleiðenda myndarinnar er ofurhetjusérfræðingurinn David S. Goyer, en hann kom að handriti stórsmella á borð við Man of Steel, Blade-þríleikinn og The Dark Knight seríuna. Hermt er að Deeper hafi átt að fara í framleiðslu fyrir nokkrum árum með Bradley Cooper og Gal Gadot (Wonder Woman) í aðalhlutverkum.

Hins vegar gekk ekki að samræma dagskrá þáverandi leikstjóra og Cooper en þá ákváðu framleiðendur að setja verkefnið á ís þangað til nýr leikstjóri væri fundinn. Ungverski leikstjórinn Kornél Mundruczó var fyrst sagður ætla að leikstýra myndinni áður en hann sneri sér að öðru.

Að öðru leyti er Baltasar enginn nýliði þegar kemur að því að gera myndir á sjó en hefur verið minna í því að kvikmynda sögur undir yfirborði sjávar. Deeper verður þriðja kvikmynd Baltasars sem snýst um sjávarháska. Hinar tvær eru Djúpið og Adrift, sem kom út síðastliðið sumar við ágætar undirtektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart