fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Tvær reiðhjólaverslanir undir sama þaki – Götuhjól kaupir Berlin

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Götuhjól hefur keypt rekstur Reiðhjólaverzluninar Berlin frá og með 1. janúar og munu bæði fyrirtækin verða rekin undir eignarhaldi Amazingtask ehf. segir í tilkynningu frá Götuhjól.

Reiðhjólaverzlunin Berlin opnaði á nýjum stað þann 3. janúar í Ármúla 4.

Reiðhjólaverzlunin Berlin skapaði sér nafn sem reiðhjólaverslun með meiru sem sérhæfir sig í klassískum hjólum, vönduðum fylgihlutum og fullt af öðrum fallegum vörum sem henta til daglegs brúks. Verslunin var opnuð árið 2012 á Snorrabraut, flutti að Geirsgötu árið 2015 og er núna komin í Ármúla 4. Reiðhjólaverzlunin Berlin hefur boðið upp á hjólamerkin Reid, Pashley, Achielle, Viva og sítt eigið reiðhjólamerki Berlin.

Götuhjól er sérfræðingur í að selja reiðhjól og aukahluti á netinu. Markmið Götuhjóls er að bjóða upp á einföld, einstök og skemmtileg reiðhjól. Götuhjól opnaði vefverslun 7. janúar 2017 og verslun var opnuð þann 22. apríl 2017 í Ármúla 4. Fyrsta hjólamerkið hjá Götuhjól var Pure Cycles og svo hefur Götuhjól bætt fjölda af þekktum og traustum hjólamerkjum við sig, til dæmis Cinelli, Ridley, Pelago, Schindelhauer, Genesis, Marin, Fatback, Ridgeback og Biomega.

Markmið fyrirtækjanna verður að bjóða upp á reiðhjól, fylgihluti og aukahluti fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga sem gjarnan nota reiðhjólið til hversdagslega ferða eða til lengri ferðalaga. Reiðhjólaverkstæði verður starfrækt á staðnum.

Við viljum bjóða upp á einföld, einstök og skemmtileg hjól fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga. Haldið verður í gömul og góð gildi: gæði, virðingu og fágun. Þessi gildi okkar eru leiðarljós sem munu endurspegla vörur, þjónustu og kultur verslananna.

Opnunartími er þriðjudag til föstudag frá klukkan 14 til 19 og laugardaga frá 12 til 17.

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla