fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Fókus

SÚN úthlutaði 44 milljónum í styrki í fyrra – „Segja má að ég sé í mjög þakklátu starfi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 12:00

Myndin var tekin við úthlutunina í maí 2018.

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) úthlutaði 19 styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins í árslok, alls 15 milljónum. Um var að ræða seinni úthlutun ársins, en í maí 2018 var rúmlega 19 milljónum úthlutað úr sjóðnum, segir í frétt á Austurfrétt.

Veittir eru styrkir í nokkrum flokkum og eru flokkarnir menning, menntun og íþróttir fyrirferðarmiklir. Hæstu styrkina á þessu ári hlutu eftirtaldir: Endurbygging gamla Lúðvíkshússins 10 milljónir, Eistnaflug rokkhátíð 6 milljónir, Neistaflug fjölskylduhátíð 3,5 milljónir, Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað 3,7 milljónir til tækjakaupa og íbúar í þjónustuíbúðum fatlaðra fengu 1 milljón til bílakaupa.

Samvinnufélag útgerðarmanna á eignarhlut í Síldarvinnslunni hf. og nýtir stóran hluta af árlegum arði af þeirri eign til að styrkja samfélagsverkefni í heimabyggð. Auk áðurnefndra styrkja setti SÚN um 20 milljónir í önnur samfélagsmál og til íþróttafélaga og nema styrkir ársins því alls um 44 milljónum.

Guðmundur Rafnkell Gíslason framkvæmdastjóri SÚN

„Segja má að ég sé í mjög þakklátu starfi”

Guðmundur R. Gíslason er framkvæmdastjóri SÚN. „Ég tel að það skipti samfélagið í Neskaupstað miklu máli að Samvinnufélagið hafi þessa stefnu að úthluta svo háum upphæðum á hverju ári. Í rauninni koma styrkirnir sér í mörgum tilfellum vel fyrir Austurland allt, þegar þeir renna til stofnana eins og sjúkrahússins, flugvallarins og sambærilegra verkefna.

Við finnum fyrir mjög mikilli jákvæðni og segja má að ég sé í mjög þakklátu starfi, en það eru stórar úthlutanir tvisvar á ári og fjölmargar þess utan. Við finnum fyrir miklu þakklæti frá þeim sem hljóta styrki og samfélagsins alls.“

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku
Fókus
Í gær

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveppi missti bróður sinn: „Þetta var hræðilegt og truflar mig ennþá daginn í dag“

Sveppi missti bróður sinn: „Þetta var hræðilegt og truflar mig ennþá daginn í dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hverjir eru með stærstu og smæstu typpin í Hollywood? – Sú ráðgáta er loksins leyst

Hverjir eru með stærstu og smæstu typpin í Hollywood? – Sú ráðgáta er loksins leyst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rúrik og Nathalia njóta lífsins saman

Rúrik og Nathalia njóta lífsins saman