fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Golden Globes verðlaunahátíðin – Kvikmynd um Queen kom sá og sigraði

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 76. skipti í Los Angeles í gærkvöldi, eða í nótt sé miðað við íslenskan staðartíma.

Kvikmyndin Bohemian Rhapsody um sögu rokksveitarinnar Queen var sigurvegari kvöldsin, en spá manna fyrir kvöldið var að kvikmyndin A Star is Born tæki flest verðlaunin, en hún fékk fimm tilnefningar.

Bohemian Rhapsody var valin besta dramamyndin og aðalleikari hennar, Rami Malek, sem leikur goðsögnina Freddie Marcury, var valinn besti karlleikari í dramahlutverki. Glenn Close var valin besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife, en búist var við að Lady Gaga tæki þau fyrir A Star is Born.

A Star is Born fékk verðlaun fyrir besta frumsamda lag, Shallow.

Sandra Oh, sem var annar aðalkynna kvöldsins, ásamt Andy Samberg, var valin besta leikkonan í dramahlutverki í sjónvarpi fyrir Killing Eve. Richard Madden var valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki í sjónvarpi fyrir Bodyguard.

Kvikmyndin Green Book fékk þrenn verðlaun, besta söngva- eða gamanmynd, besta handrit og besti leikari í aukahlutverki. Kvikmyndin, sem er með þeim Mahershala Ali og Viggo Mortensen í aðalhlutverkum, fjallar um svartan tónlistarmann sem ræður hvítan mann til að keyra sig um Suðurríki Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum.

Olivia Colman  var valin besta leikkonan í grín- eða söngvamynd fyrir The Favourite og Christian Bale var valinn besti leikarinn í grín-eða söngvamynd fyrir Vice.

Lista yfir alla sigurvegara og tilnefningar má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla