fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Syni Gunnars Braga brugðið – „Ég hef aldrei orðið fyrir aðkasti fyrir að vera sonur Gunnars Braga“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina birtist frétt á Vísi um að Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður hefði verið undir áhrifum áfengis á sýningunni Ellý í Borgarleikhúsinu. Samkvæmt fréttinni átti hann að hafa látið þar öllum illum látum með bæði frammíköllum og hávaða.

DV tók fréttina upp og vitnaði í Vísi.

Róbert Smári Gunnarsson, 18 ára gamall sonur Gunnars Braga, skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook, þar sem hann sagði frá atvikinu, en hann var ásamt föður sínum, og Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, kærustu föður síns á sýningu. Stangaðist frásögn Róberts Smára í öllum atriðum á við frétt Vísis.

Síðar kom í ljós að fréttin átti ekki við rök að styðjast, fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 baðst afsökunar á henni og fréttin var tekin út í kjölfarið.

Sonur Gunnars Braga í áfalli:„Skrifa þetta með tárin í augunum“

Umsjónarmenn Ísland vaknar á K100 hringdu í Róbert Smára í þættinum í gær. Þar sagði Róbert Smári að þetta hefði verið of mikið, „þegar maður veit hvað er satt.“

Sagðist hann ekki vita hvaðan lygasagan ætti uppruna sinn og að fréttin hefði reynt á hann og fjölskyldu hans. Sagði hann að ekki hefði verið haft samband við þau og beðist afsökunar á fréttinni.

„Mér fannst þetta frekar loðin afsökunarbeiðni. Mér fannst þeir reyna að sleppa auðveldlega frá þessu, báðust afsökunar að birta fréttina áður en náðist í pabba og áður en heimildir fengust fyrir þessu.“

„Hvernig varð þér við að sjá fréttina,“ spurði þá Jón Axel Ólafsson þáttastjórnandi Íslandvaknar.

„Hvernig á maður að bregðast við, mér brá fyrst, á ég að taka þetta inn á mig, eða hlæja að þessu eða hvað,“ svaraði Róbert Smári.

„Ég tók þetta fyrst inn á mig, maður verður náttúrulega bara reiður Ég var mjög reiður þegar eg skrifaði þennan póst og bara sár yfir að það væri hægt að búa svona til. Hversu lágt er hægt að leggjast, á hvaða plan eru sumir fjölmiðlar komnir, hver eru takmörkin og hversu langt má ganga?“

Sagði hann að Sunnu hefði brugðið líka við fréttina.

„Það gleymist að hugsa um aðstandendur stjórnmálamanna hvernig þeim getur liðið og hvernig þetta kemur við þá,“ sagði Róbert Smári, sem svaraði aðspurður að hann yrði ekki fyrir aðkasti í daglegu lífi.

„Ég hef aldrei orðið fyrir aðkasti fyrir að vera sonur Gunnars Braga,“ sagði Róbert Smári, og sagði nauðsynlegt að brynja sig og að hann væri búinn að ná því ágætlega á tíu árum.

„En ekki fyrir svona lygi sem er sett fram af fjölmiðlum,“ og einnig sagði hann Klaustursmálið hafa tekið verulega á.

Róbert Smári er í námi í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki og sagðist hann þrátt fyrir allt sem á undan væri gengið ná að einbeita sér að náminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla