fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Tekjur og aðsókn að kvikmyndahúsum aukast á milli ára

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 25. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2018 var mjög gott fyrir íslensk kvikmyndahús og var tekjuaukning um 6,4% frá árinu áður en samtals voru seldir miðar í kvikmyndahús fyrir kr. 1.688.453.577 á árinu 2018. Þá sóttu tæplega 74.000 fleiri gestir kvikmyndahús á árinu 2018 en 2017, sem er tæplega 5,4% fjölgun.  Á síðasta ári lögðu 1.445.445 gestir leið sína í kvikmyndahús landsins.

Kvikmyndin Mamma Mia! Here we go again var tekjuhæsta kvikmynd ársins með tæpar 96,3 milljónir í tekjur en samtals sáU 79.861 gestir kvikmyndina með lögum Abba-flokksins sænska. Þess má geta að fyrri kvikmyndin Mamma  Mia! var líka fjölsóttasta mynd ársins 2008 þegar að 119.000 manns sáu myndina, en kvikmyndin Titanic er eina myndin sem sótt hefur verið af fleiri gestum í íslenskum kvikmyndahúsum síðan mælingar hófust.

Næstvinsælasta mynd ársins var Lof mér að falla, sem tæplega 53.000 gestir keyptu sig inn á, og voru tekjur af myndinni rúmar 87 milljónir króna. Lof mér að falla er aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin síðan Svartur á leik var sýnd í kvikmyndahúsunum árið 2012. Hún er jafnframt önnur tekjuhæsta íslenska mynd sögunnar (ef ekki er tekið mið af núvirði eldri kvikmynda). Þriðja vinsælasta mynd ársins var svo Avengers – Infinity War, sem halaði inn tæpar 74,6 milljónir króna með rétt rúmlega 57.000 gesti. Athygli vekur að meðal sex efstu kvikmynda eru þrjár myndir með tónlistarþema (Mamma Mia, A Star is Born og Bohemian Rhapsody).

Söguþráður Lof mér að falla er að hluta byggður á dagbókarskrifum Kristínar Gerðu

Íslenska bíóárið var mjög gott og höluðu íslenskar kvikmyndir inn 240 milljónum á árinu 2018 með rúmlega 164.000 gestum. Hlutfall íslenskra kvikmynda var 13,3% af tekjum kvikmyndahúsanna, sem er besti árangur íslenskra kvikmynda síðan árið 2014 (sem þá var einnig 13,3%). Aðrar myndir gerðu það  gott og þannig voru hvorki fleiri né færri en fjórar íslenskar kvikmyndir meðal tuttugu fjölsóttustu kvikmynda ársins. Víti í Vestmannaeyjum var níunda vinsælasta mynd ársins með tekur upp á 47,7 milljónir (35.465 gesti), teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn var fimmtánda vinsælasta með tekjur upp á 29,9 milljónir (24.185 gesti) og Kona fer í stríð var í sextánda sæti með tæpar 29,4 miljónir í tekjur og 19.908 gesti.

Samtals voru 16 íslenskar kvikmyndir og heimildarmyndir sýndar í kvikmyndahúsum, sem er einni mynd færri en árið á undan.

Hlutur bandarískra kvikmynda á markaðnum var sambærilegur og árið á undan eða 84,3% af tekjum. Fyrir utan bandarískar og íslenskar kvikmyndir voru það pólskar kvikmyndir sem náðu mestri aðsókn hér á landi en tæplega 10.000 gestir sáu kvikmyndir frá Póllandi.

Meðalverð bíómiða í íslenskum kvikmyndahúsum stóð nánast í stað á milli ára og var 1.242 kr. á síðasta ári en 1.231 árið á undan.

Alls voru 169 kvikmyndir teknar til almennra sýninga í kvikmyndahúsum, sem er þremur færri en árið á undan.

Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2018 má sjá hér að neðan. Þess má geta að vinsældum mynda er ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda.

 

  Nafn Dreifing Frumsýnd Tekjur Aðsókn
1 Mamma Mia! Here We Go Again Myndform 18.7.2018 96.265.552 kr. 79.861
2 Lof mér að falla Sena 7.9.2018 87.008.153 kr. 52.901
3 Avengers – Infinity War Samfilm 27.4.2018 74.566.452 kr. 57.018
4 The Incredibles 2 Samfilm 22.6.2018 67.184.638 kr. 57.916
5 A Star is Born (2018)* Samfilm 5.10.2018 56.886.735 kr. 45.097
6 Bohemian Rhapsody* Sena 2.11.2018 55.524.759 kr. 42.167
7 Black Panther Samfilm 16.2.2018 52.332.130 kr. 39.739
8 Deadpool 2 Sena 16.5.2018 48.157.369 kr. 37.797
9 Víti í Vestmannaeyjum Samfilm 23.3.2018 47.712.654 kr. 35.465
10 Mission Impossible Fallout Samfilm 3.8.2018 40.943.483 kr. 32.175
11 The Grinch Myndform 9.11.2018 40.868.339 kr. 40.019
12 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald* Samfilm 16.11.2018 40.768.989 kr. 31.430
13 Jurassic World: Fallen Kingdom Myndform 6.6.2018 36.058.203 kr. 29.202
14 Johnny English Strikes Again Myndform 5.10.2018 34.845.829 kr. 28.611
15 Lói – Þú flýgur aldrei einn Sena 2.2.2018 29.908.088 kr. 24.185
16 Kona fer í stríð* Sena 23.5.2018 29.379.872 kr. 19.908
17 Venom Sena 12.10.2018 29.238.723 kr. 22.124
18 Jumanji (2017) Sena 26.12.2017 26.990.055 kr. 20.790
19 Hotel Transylvania 3 Sena 11.7.2018 26.122.724 kr. 25.539
20 Ant-Man and the Wasp Samfilm 4.7.2018 25.695.845 kr. 20.298

* ennþá í sýningu svo heildartekjur og aðsókn liggur ekki fyrir.

FRÍSK heldur utan um tekjur og aðsókn í íslenskum kvikmyndahúsum í gegnum gagnagrunn sem ber nafnið ASKUR.  FRÍSK endurskoðar reglulega tölur frá kvikmyndahúsunum til að tryggja réttmæti gagnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla