fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Meghan heiðrar Díönu prinsessu á einstakan hátt

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle heillar viðstadda hvar sem hún kemur, síðasta miðvikudag mætti hún ásamt eiginmanninum, Harry Bretaprinsi, á galaviðburð Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.

Viðburðurinn var til styrktar samtökum Harry, Sentebale, sem styður við börn í Afríku, sem smituð eru af HIV veirunni.

Meghan var klædd í dökkbláan pallíettukjól hannaðan af Roland Mouret og sem fylgihlut valdi hún armband sem var áður í eigu Díönu prinsessu.  Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meghan ber armbandið, en hún bar það í fyrstu opinberu heimsókn sinni með Harry, þegar þau heimsóttu Sidney í Ástralíu í október.

Armbandið er gyllt og gullfallegt með bláum steinum í.

Díana prinsessa við Alfred Dunhill verslunina í Mayfair, London, maí 1994.
Meghan Markle við móttöku í Sydney, Ástralíu, október 2018.

Líklegt er að skartgripir og stíll lafði Díönu heitinnar falli Meghan í geð, en í maí bar hún hring Díönu í brúðkaupsmóttöku sinni, en hann hefur hún borið nokkrum sinnum.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndbandið: Ótrúleg umbreyting á Hirti Jóhanni

Sjáið myndbandið: Ótrúleg umbreyting á Hirti Jóhanni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Saka Friðrik Ómar um lagastuld: „Þetta er bókstaflega eftirlíking“

Saka Friðrik Ómar um lagastuld: „Þetta er bókstaflega eftirlíking“
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórskotalið í eftirpartíi hjá Friðriki Ómari

Stórskotalið í eftirpartíi hjá Friðriki Ómari