fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Tilnefningar til Razzie verðlaunanna – Trump, Travolta og brúður slá ekki í gegn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilnefningar til Razzie verðlaunanna voru kynntar í dag, en verðlaunin eru ávallt kölluð Skammarverðlaunin og ganga út á að verðlauna það versta í kvikmyndum liðins árs.

Kvikmyndirnar Gotti með John Travolta í aðalhlutverki, Holmes & Watson með Will Farrell og John C. Reilly í aðalhlutverkum, The Happytime Murders með Melissu McCarthy í aðalhlutverki og Death of a Nation, fengu flestar tilnefningar.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og eiginkona hans, Melanie Trump, fengu tilnefningu fyrir framlag sitt í heimildarmyndinni Fahrenheit 11/9, og fyrrum hjónakornin Johnny Depp og Amber Heard eru einnig tilnefnd.

Razzie verðlaunahátíðin fer fram í 39. sinn þann 23. febrúar, kvöldið fyrir Óskarsverðlaunin.

Hér má sjá helstu verðlaunaflokka og tilnefningar:

Versta myndin

Gotti

The Happytime Murders

Holmes & Watson

Robin Hood

Winchester


Versta leikkonan

Jennifer Garner – Peppermint

Amber Heard – London Fields

Melissa McCarthy – The Happytime Murders og Life of the Party

Helen Mirren –  Winchester

Amanda Seyfried –  The Clapper

Versti leikarinn

Johnny Depp (aðeins rödd) -Sherlock Gnomes

Will Ferrell – Holmes & Watson

John Travolta – Gotti

Donald J. Trump (sem hann sjálfur) – Death of a Nation og Fahrenheit 11/9

Bruce Willis – Death Wish

Versti leikarinn í aukahlutverki

Jamie Foxx – Robin Hood

Ludacris (aðeins rödd) – Show Dogs

Joel McHale –  The Happytime Murders

John C. Reilly –  Holmes & Watson

Justice Smith –  Jurassic World: Fallen Kingdom

Versta leikkona í aukahlutverki

Kellyanne Conway (sem hún sjálf) – Fahrenheit 11/9

Marcia Gay Harden –  Fifty Shades Freed

Kelly Preston – Gotti

Jaz Sinclair –  Slender Man

Melania Trump (sem hún sjálf) / Fahrenheit 11/9

Versta skjáparið

Hvaða tveir leikarar eða brúður sem er (sérstaklega þessar í krípí kynlífssenum) / The Happytime Murders

Johnny Depp og ferill hans sem er á hraðri niðurleið  (hann er að talsetja fyrir brúður, hjálpi okkur!) – Sherlock Gnomes

Will Ferrell & John C. Reilly (eyðileggja tvær af elskuðu söguhetjum bókmenntanna) – Holmes & Watson

Kelly Preston & John Travolta (sem eru að fá dóma í anda Battlefield Earth) – Gotti

Donald J. Trump & áframhaldandi tilgangsleysi hans –  Death of a Nation & Fahrenheit 11/9

Versta endurgerð, spæling eða framhaldsmynd

Death of a Nation (endurgerð Hillary’s America…)

Death Wish

Holmes & Watson

The Meg (spæling af Jaws)

Robin Hood

Versti leikstjórinn

Etan Cohen – Holmes & Watson

Kevin Connolly –  Gotti

James Foley – Fifty Shades Freed

Brian Henson – The Happytime Murders

The Spierig Brothers (Michael og  Peter) – Winchester

Versta handrit

Death of a Nation – Dinesh D’Souza & Bruce Schooley

Fifty Shades Freed, – Niall Leonard, eftir skáldsögu E.L. James

Gotti – Leo Rossi og Lem Dobbs

The Happytime Murders – Todd Berger, saga eftir Berger og Dee Austin Robinson

Winchester – Tom Vaughan og The Spierig Brothers

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki