fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Ljósið fékk góða gjöf – „Svona framlag skiptir sköpum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 15:00

Erna Magnúsdóttir forstöðumaður Ljóssins ásamt aðstandendum Evu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag færðu aðstandendur Evu Örnólfsdóttur Ljósinu að gjöf tvær over-lock saumavélar, kvengínu, straujárn og ermastraubretti auk fleiri verkfæra til nota í saumahorni Ljóssins, í minningu Evu, sem lést á jóladag, 25. desember síðastliðinn, þá nýorðin sjötug.

Eva sótti mikla fræðslu, afþreyingu og hreyfingu til Ljóssins, en þótti hvað skemmtilegast að mæta á saumanámskeiðin enda mikil hannyrðakona allt sitt líf. „Það er von þeirra að með gjöfinni geti enn fleiri ljósberar notið hannyrðastarfsins til að stytta stundi, rækta hugann og bæta líðan,“ segir á Facebook-síðu Ljóssins.

Að auki færði maður hennar, Ragnar Jónasson, 100.000 krónur til annarar starfsemi Ljóssins en gjöfin er að hluta til peningar sem Eva fékk í tilefni 70 ára afmælis síns.

„Við í Ljósinu sendum auðmjúk okkar allra björtustu þakkarkveðjur til allra ættingja og vina Evu. Það er óhætt að segja að svona framlag skipti sköpum en hver ein og einasta króna sem okkur gefst rennur í endurhæfingarstarfið og umgjörð þess.“

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?