fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Mæðgur vilja breyta sýn fólks á Downs – Brosið bræðir Ísland

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Suzanne Crockett og dætur hennar, Grace og Lily, komu til Íslands í desember. Ástæðan fyrir Íslandsheimsókninni voru fréttir um tíðni þungunarrofs hér á landi á fóstrum sem greinast með Downs-heilkenni, en Lily, sem er tvítug og elsta barn Mary , er með Downs.

Mæðgurnar sögðu í viðtali við Fréttablaðið 5. janúar, að þær hafi hreinlega brotnað niður þegar þær heyrðu þessar fréttir, en fullyrt var í umræddum fréttum að fóstrum með Downs væri eytt í næstum hundrað prósentum tilvika hér á landi. Fréttirnar báru fyrirsagnir á borð við „Landið þar sem Downs er að hverfa“ og fóru sem eldur í sinu um heimsbyggðina.

Upphaflega stóð til að Lily kæmi hingað með klappstýruhópi sínum, en það breyttist þegar WOW air hætti beinu flugi til heimaborgar þeirra, St. Louis. Þær mæðgur ákváðu hins vegar að ferðast þrjár til Íslands.

„Við komum til Íslands til þess að sýna að Downs- heilkennið er ekki alslæmt,“ segir Mary. „Lily er með greiningu, ekki skilgreiningu.“

Þær mæðgur gerðu víðreist meðan á Íslandsdvölinni stóð, líkt og sjá má í myndbandinu. Þær fóru í heimsókn á Landspítalann, þar sem Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi á kvennadeild útskýrði fyrir þeim að fréttirnar væru rangar og hefðu verið tekar úr samhengi. Einnig fóru þær í viðtal við Fréttablaðið og í heimsókn til Sólheima.

Auk þess skoðuðu þær hefðbundna ferðamannastaði líkt og Bláa lónið, Gullfoss, Hallgrímskirkju og fleiri.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?