fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Jensína náði ótrúlegum áfanga í dag – Elst allra sem hafa átt heima á Íslandi

Fókus
Laugardaginn 19. janúar 2019 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jensína Andrésdóttir á Hrafnistu í Reykjavík er nú orðin elst allra sem hafa átt heima hér á landi, 109 ára og 70 daga. Eldra metið átti Sólveig Pálsdóttir á Höfn í Hornafirði en hún var 109 ára og 69 daga þegar hún dó, haustið 2006.

Vakin er athygli á þessu í Facebook-hópnum Langlífi. Þar kemur fram að árið 2006, fyrr á því ári, hafi Guðfinna Einarsdóttir úr Dalasýslu orðið 109 ára og 58 daga. „Fjórði íbúi landsins sem hefur náð 109 ára aldri var Guðríður Guðbrandsdóttir úr Dalasýslu en hún lifði í 33 daga fram fyrir afmælið,“ segir í hópnum.

Þar segir að Jensína sé fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína hefur verið á Hrafnistu í rúma tvo áratugi.

„Guðrún Björnsdóttir lifði að vísu í 109 ár og 310 daga en hún var fædd í Vopnafirði haustið 1888 og var þriggja ára þegar hún flutti til Kanada með foreldrum sínum og systkinum. Segja má að Jensína eigi Íslandsmetið en geti slegið Íslendingamet Guðrúnar í september.

Alls hafa 26 Íslendingar náð 106 ára aldri og er Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi eini karlinn í þeim hópi en hann varð 107 ára og 333 daga.

Að sjálfsögðu á Jensína Hrafnistumetið í langlífi en næstar henni koma Guðný Ásbjörnsdóttir og Kristín P. Sveinsdóttir en báðar urðu þær 106 ára.“

Meðfylgjandi mynd var tekin á 107 ára afmæli Jensínu og birtist hún á heimasíðu Hrafnistu. 

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?