fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Hverjir eru með stærstu og smæstu typpin í Hollywood? – Sú ráðgáta er loksins leyst

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikararnir Jude Law og Leonardo DiCaprio eru á meðal þeirra sem eru með smæstu getnaðarlimina úti í hinum mikla heimi skemmtanabransans. Þetta kemur fram á vefnum Mr. Man, sem sérhæfir sig í karlmannsnekt í kvikmyndum. Þar er einmitt búið að taka saman lista yfir 20 vinsæla leikara og meta svonefnda karlmennsku þeirra út frá þeim atriðum þar sem þeir létu allt flakka á hvíta tjaldinu.

Sérfræðingar vefsins skoðuðu hátt í átta þúsund senur úr kvikmyndum áður en smíðuð var úttekt yfir 10 stærstu getnaðarlimina og 10 sem lentu á hinum enda skalans.

„Við elskum allar stærðir og gerðir,“ segir í inngangi listans hjá Mr. Man. „Enginn þessara manna á í vanda með stefnumótalífið, svo þetta sýnir að stærðin skiptir ekki öllu máli.“

Nákvæmari uppröðun má sjá hér (en ekki hvar?) að neðan…

10 stærstu…

10. Colin Farrell
9. Ewan McGregor
8. Javier Bardem
7. Vincent Gallo
6. Robert De Niro
5. Ben Affleck
4. Omar Epps
3. Jason Segel
2. Liam Neeson
1. Michael Fassbender

Fólk sem sá kvikmyndina Shame ætti þó ekki að láta það koma sér á óvart hver landaði toppsætinu, enda með ólíkindum að írski leikarinn Michael Fassbender geti gengið án þess að haltra.

 

Kíkjum þá á hina (ó)heppnu…

10. Tom Hardy
9. Shia LaBeouf
8. Eric Stoltz
7. Jude Law
6. Leonardo DiCaprio
5. Geoffrey Rush
4. Kevin Heffernan
3. Eric Balfour
2. Dennis Hopper
1. Terrence Howard

Leikarinn Terrence Howard (úr Iron Man og Hustle & Flow) prýðir neðsta sæti listans en þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann hefur verið giftur fjórum sinnum (og skilið jafn oft) og getið af sér fimm afkvæmi, þannig að eitthvað er hann að gera rétt.

 

 

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin
Fókus
Í gær

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“
Fyrir 2 dögum

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína