fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Fókus

Einungis tveir af tíu með endurskin – „Aukatími sem ökumanni gefst til að koma í veg fyrir slys er gríðarlega mikilvægur“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum gerði VÍS könnun á endurskinsmerkjanotkun hjá tveimur ólíkum hópum. Annars vegar í unglingadeild í grunnskóla og hinsvegar á vinnustað. Unglingarnir stóðu sig aðeins betur en þeir fullorðnu og munaði þar mestu um endurskin á töskum.

76% unglinganna voru ekki með neitt endurskin en það hlutfall var öllu verra hjá þeim fullorðnu eða 86% en samanlagt er þetta hlutfall 79%. Aðrar niðurstöður voru:

  • Endurskin var á töskum 8% unglinga en 1% hjá þeim fullorðnu.
  • 6% unglinga voru með hangandi endurskin en 5% fullorðinna
  • Yfirhafnir unglinga voru með endurskini frá framleiðanda í 9% tilfella en 6% fullorðinna
  • Endurskin á skóm og endurskin á fleiri en einum stað var frá 0% til 1% hjá báðum hópum

Góður sýnileiki er gríðarlega mikilvægur fyrir alla vegfarendur. Með endurskini sér ökumaður gangandi og hlaupandi einstaklinga allt að fimm sinnum fyrr. Sá aukatími sem ökumanni gefst til að koma í veg fyrir slys er gríðarlega mikilvægur. Nú í dimmasta skammdeginu er mikilvægt að allir hugi að sýnileika sínum, jafnt börn sem fullorðnir, en úrval endurskins er mikið og ætti ekki að stoppa neinn. Best er þó að velja ávallt fatnað sem er með endurskini þegar hann er keyptur því þá er ekki hætta á að endurskinið gleymist eða týnist þó vissulega sé hætta á að það dofni með árunum.

Neðangreind mynd sýnir hvað endurskin skiptir miklu máli.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið

Vafasöm fortíð YouTube stjörnu barnanna: Myndbandið þolir ekki dagsljósið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?