fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Stefán Máni hundfúll: „Heiðarleiki er töff, speninn er það ekki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. janúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er engin virðing borin fyrir hinum almenna lesanda, skattgreiðandanum,“ segir metsöluhöfundurinn Stefán Máni en hann fékk ekki starfslaun úr Launasjóði rithöfunda í ár og ekki heldur í fyrra. Er Stefán Máni, sem sjaldan hefur fengið starfslaun og þá oftast aðeins þrjá mánuði þegar það hefur gerst, alvarlega að hugsa um að hætta að sækja um.

Stefán Máni, sem er afar vinsæll höfundur og gefur út skáldsögur á hverju ári, segir að þeir höfundar sem fólk les skipti máli. Á lista yfir starfslaunaþega að þessu sinni má hins vegar sjá marga fremur lítið þekkta höfunda, t.d. ungan höfund með eitt lítið smásagnasafn á afrekaskránni, og fékk sá höfundur sex mánaða starfslaun.

Mynd: Anna Ibelhäuser

Höfundar sem enginn les fái starfslaun fyrir að læðast með veggjum

„Hvor skiptir meira máli fyrir íslenska menningu, Einar Kárason eða Bjarni Bjarnason?“ spyr Stefán Máni, og á þar við Bjarna Bjarnason sem hlaut 9 mánaða starfslaun. „Hvaða höfundar skipta máli fyrir íslenska menningu og útgáfu? Þeir sem seljast, þeir sem fólkið les. Hinir skipta engu máli. En þeir fá laun fyrir læðast með veggjum. Höfundar sem enginn les eru á spenanum.“

„Kerfið elur upp umsækjendur en ekki listamenn. Fuck the system!“ segir Stefán Máni jafnframt og vill meina að höfundar sem kunna að skrifa starfsumsóknir og koma sér í mjúkinn við þá sem deila út gæðunum séu þeir sem fái starfslaunin, en ekki endilega bestu listamennirnir. Stefán Máni stundar launavinnu núna og skrifar snemma á morgnana. Segir hann að skortur á starfslaunum muni ekki stöðva sig:

„Þessi laun eru óþolandi og það er frelsi að vera laus við þau. Það er samt óréttlæti að fá þau ekki. En ég er að vinna fulla vinnu, skrifa snemma á morgnana og held sjálfsvirðingunni. Heiðarleiki er töff, speninn er það ekki.“

Meðal annarra þekktra höfunda sem hlutu ekki náð fyrir augum úthlutunarnefndarinnar er einn vinsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar, Þorgrímur Þráinsson. Annar þekktur barnabókahöfundur, Andri Snær Magnason, fékk 12 mánaða starfslaun. Þorgrímur segist hafa sótt um starfslaun eins og hann gerir á hverju ári en á 30 ára ferli sínum sem barnabókahöfundur hefur Þorgrímur aðeins fengið starfslaun tvisvar. Hefur hann þó gefið út fleiri en eina bók á ári allan þann tíma og sinnt margvíslegum öðrum störfum. Þorgrímur vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann hafi sótt um starfslaun og geri það alltaf.

Einar Kárason úti í kuldanum

Þekktasti höfundurinn af þeim sem hafnað var að þessu sinni er án efa Einar Kárason, einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar. Einar var mjög undrandi yfir niðurstöðunni eins og fram kemur í viðtali hans við Fréttablaðið.

Á Facebook-síðu sinni skrifar Einar:

Hafði ég eytt dýrmætum degi í að búa til umsókn. En skítt og laggó, maður þarf bara að finna sér annan starfa. Tvær dætur sóttu líka um, við gáfum samtals út fjórar bækur í fyrra, en ekkert okkar fær fimmeyring.

Dóttir Einars, Júlía Margrét Einarsdóttir, gaf út skáldsöguna Drottingin á Júpíter sem fékk mjög góðar viðtökur. Einar gaf út skáldsöguna Stormfuglar sem fékk frábæra dóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar