fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hvað verður um samfélagsmiðla þína þegar þú deyrð – 8 þúsund Facebook notendur deyja daglega

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook, Instagram, Twitter eru á meðal samfélagsmiðla sem við erum flest öll á í dag og notum daglega, en hvað verður um aðgang okkar á miðlunum við andlát okkar?

Á flestum samfélagsmiðlum er fjöldi aðganga sem tilheyra látnum einstaklingum, aðgangar sem enn teljast virkir að því leyti að sjálfvirkar tilkynningar „poppa upp“ á aðgangi hins látna og jafnvel afmæliskveðjur og annað ritað á Facebook-vegg hans. Getur slíkt valdið ættingjum og vinum ónæði og sorg, en ættingjar og vinir hins látna geta farið ákveðnar leiðir til að tryggja að fótspor hans í rafrænum heimi séu hinum látna til virðingar.

Í grein The Sun sem birt var í lok ársins er farið yfir miðlana hvern fyrir sig.

Facebook

Facebook er orðinn rafrænn grafreitur, en yfir 30 milljón aðgangar eru óvirkir eftir andlát notenda þeirra. Samkvæmt skýrslu árið 2016 deyja um 8 þúsund Facebook notendur daglega, eða 428 á hverri klukkustund. Á fyrstu tíu árum Facebook létust 30 milljón notendur, í dag eru um 312.500 notendur sem deyja í hverjum mánuði.

Ef umsvif Facebook hætta að aukast þá munu fleiri aðgangar tilheyra látnum en lifandi árið 2065.

Á síðasta ári bauð Facebook upp á leið til að eyða aðgangi endanlega eftir andlát notanda hans. Notendur geta einnig valið vin eða ættingja sem er tengiliður þeirra við Facebook og getur ráðstafað aðganginum eftir andlát viðkomandi. Tengiliðurinn póstar síðustu færslunni á Facebook prófíl hins látna og Facebook-síðunni er síðan breytt í minningarsíðu þar sem áfram er hægt að skrifa samúðar- og minningarfærslur. Tengiliðurinn hefur heimild til að fjarlægja óviðeigandi efni.

Áður en að Facebook-síðunni verður breytt þarf að senda staðfestingu á andláti til Facebook. Til að velja andlátstengilið þurfa notendur að breyta stillingum sínum undir öryggisflipanum (security tab) og andlátstengiliður (legacy contact). Sjá leiðbeiningar hér.

Instagram

Instagram breytir aðgangi í minningaraðgang líkt og Facebook gerir, en ekki er hægt að breyta aðganginum og enginn getur skráð sig inn á hann. Fyrri póstar hins látna verða óbreyttir og sýnilegir öllum sem þeim var deilt þeim, en minningaraðgangar munu ekki birtast í leit.

Instagram líkt og Facebook ber fram á eftirlifandi ættingjar og vinir sendi staðfestingu á andláti í gegnum tölvupóst. Sjá leiðbeiningar hér.

Twitter

Þegar notandi Twitter fellur þá geta ættingjar eða vinir óskað eftir að aðgangurinn verði gerður óvirkur eða honum verði eytt, en Twitter fer fram á staðfestingu á andláti. Twitter heimilar hins vegar engum að breyta aðganginum eftir andlát notanda.

Google

Notendur Goggle, þar á meðal Gmail, geta stillt hvað verða á um aðgang þeirra eftir að hann hefur verið óvirkur í ákveðinn tíma, og meðal annars valið tengilið (e. Inactive Account Manager) til að hafa samband við. Notendur geta ákveðið að tengiliðurinn megi deila, niðurhala eða eyða aðganginum. Sjá leiðbeiningar hér.

Apple

Aðgangar í iCloud og iTunes eru óyfirfæranlegir, sem þýðir að við andlát notanda þá hefur enginn réttindi til aðgangs hins látna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar