fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Fókus

Egill Örn gengur til liðs við DIMMU

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 17:30

Silli Geirdal, Ingólfur Geirdal, Stefán Jakobsson og Egill Örn Rafnsson Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir/SVART

Trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson hefur nú gengið til liðs við þungarokkssveitina DIMMU.

Birgir Jónsson fyrrum trommuleikari hljómsveitarinnar tilkynnti það í lok nóvember að hann væri hættur með sveitinni, og skildu hann og aðrir liðsmenn DIMMU sáttir eftir nokkurra ára samstarf.

Birgir yfirgefur Dimmu – „Um leið og manni finnst ekki lengur gaman og fórnin of mikil á maður að hætta“

Egill er vel kunnur fyrir trommuleik sinn, meðal annars með hljómsveitunum Grafík og Sign. Þá hefur hann áður leikið á ýmsum plötum og tónleikum með meðlimum DIMMU en þeir hafa allir verið vinir í áraraðir og Silli Geirdal bassaleikari DIMMU var um tíma einnig meðlimur Sign.

DIMMA hefur um tíma legið í dvala, en hyggst rísa upp aftur af krafti með vorinu og leika á tónleikum víðsvegar um landið.

Einir eftirminnilegustu tónleikar DIMMU til þessa eru útgáfutónleikarnir fyrir Eldraunir, sem voru haldnir fyrir stappfullum sal í Háskólabíó 10. júní 2017.
Tónleikarnir voru mynd -og hljóðritaðir að hluta og má sjá hér í 35 mínútna video sem Gunnar B. Guðbjörnsson klippti og bræðurnir Silli og Ingó hljóðblönduðu.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Steingeitin – Agi, metnaður og vinnuharka

Steingeitin – Agi, metnaður og vinnuharka
Fókus
Í gær

Jensína náði ótrúlegum áfanga í dag – Elst allra sem hafa átt heima á Íslandi

Jensína náði ótrúlegum áfanga í dag – Elst allra sem hafa átt heima á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku

Netflix kaupir dreifingarréttinn á Rétti í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður Ameríku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“

Simmi kveður – „Það er gaman að skila góðu búi af sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“

Heimir Karls – „Framvegis ætla ég að faðma fólk eða „olnboga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn

Ótrúleg breyting á Röggu nagla: Birti mynd af sér fyrir 10 árum – Sjáðu muninn