fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 10:07

Saga Bom Dia-konunnar er með ólíkindum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska konan Rosana Borges hefur vakið gríðarlega athygli meðal Íslendinga á Twitter. Hún er lífsglöð kona á miðjum aldri sem á marga íslenska vini og tístir nánast daglega til þeirra Bom Dia, eða góðan daginn á portúgölsku. Er þetta orðið mikið grín í Íslendingasamfélaginu á Twitter, en hver er þessi Rosana Borges og af hverju elskar hún Ísland svona mikið? Fókus hafði samband við hana og þá kom á daginn að saga hennar er eins og eitthvað sem finnst í skáldsögum, sem einhverjir myndu jafnvel kalla uppspuna.

Tók á móti ástinni á Facebook

„Ég er 49 ára og hef verið fráskilin í þrjú ár. Ég á soninn Gabriel, sem er 25 ára og hefur verið kvæntur Beatrice í fjórtán mánuði,“ segir Rosana í samtali við blaðamann. Í febrúar á síðasta ári var hún tilbúin að taka á móti ástinni á ný þegar hún fékk óvænta vinabeiðni á Facebook.

„Ég fékk vinabeiðni frá Philip William. Mér fannst hann yndislegur maður. Ég hafði aldrei talað við neinn á Facebook áður. Hann sagði mér að hann væri ekkill og ætti soninn Cris, sem væri sex ára, og byggi hjá ömmu sinni vegna þess að hann var flóttamaður.“

Rosana er lífsglöð með eindæmum.

„Það tók mig mánuð að finna lífsneistann á ný“

Í fyrstu virtist Philip vera draumamaður, en annað kom á daginn.

„Það voru margar myndir á Facebook af honum með syni sínum. Hann sagði að hann myndi koma til Brasilíu í júní til að hitta mig. Ég var ástfangin. Snemma á fallegum sunnudagsmorgni fékk ég síðan myndband. Þar var hann, nígerískur maður sem leit ekkert út eins og maðurinn á Facebook, að biðja mig afsökunar að hafa spilað með mig,“ segir Rosana, sem sökk djúpt niður í vanlíðan í kjölfarið.

„Þetta voru mikil vonbrigði. Ég var hrædd. Ég var þunglynd. Það tók mig mánuð að finna lífsneistann á ný.“

Philip William er Jón Gnarr

Eftir þennan dimma tíma ákvað Rosana að reyna að komast að því hver maðurinn væri sem Philip þóttist vera.

„Ég fann forrit þar sem maður setur inn mynd af viðkomandi og frægur birtist. Það var þá sem ég uppgötvaði að Philip William var Jón Gnarr,“ segir Rosana. Í framhaldinu lagðist hún í mikla rannsóknarvinnu. „Mig langaði að vita allt um hann. Ég fann hann á netinu og reyndi að vara hann við að Nígeríusvindlari var að nota myndina af honum á Facebook til að blekkja konur og þykjast vera ástfanginn.“

Jón hefur þó aldrei svarað Rosönu, en margir muna eflaust eftir því að Jón talaði mikið um ítalskan eltihrelli sem hann ætti í útvarpsþættinum Tvíhöfða í fyrra. Hugsanlega er Rosana þessi meinti hrellir, en eina sem hún vildi var að vara hann við svikahrappi.

„Því miður hefur hann aldrei boðið mér góðan daginn,“ segir hún. Það sama má ekki segja um aðra meðlimi Gnarr-fjölskyldunnar. „Í dag er ég vinkona dóttur hans, Margrétar Gnarr. Ég veit að Jón á fallega fjölskyldu og ég er mikill aðdáandi. Ég bý í Ríó de Janeiro og hann á vin hér ef hann þarf.“

Elskar alla íslensku vini sína

Rosana segir að þessi leit hennar að Jón Gnarr hafi einnig orðið til þess að hún varð ástfangin af Íslandi og nýtur þess að bjóða Íslendingum góðan dag á Twitter.

„Ég reyni að fylgjast með lífi fólks sem býr á Íslandi; hvað það borðar, hvað það vill drekka og hvernig það skemmtir sér. Í dag á ég 53 íslenska vini sem fylgja mér á Twitter og Instagram. Ég elska þá alla og virði,“ segir Rosana, og bætir við að meðfylgjandi myndband með Jóni Gnarr sé í sérstöku uppáhaldi hjá henni:

Hér fyrir neðan má síðan hlusta á gamla klippu þar sem Jón og Sigurjón Kjartansson bulla í Nígeríusvindlara. Forlögin, sko.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“