fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Mæðgur vilja breyta sýn fólks á Downs – Brosið bræðir Ísland

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Suzanne Crockett og dætur hennar, Grace og Lily, komu til Íslands í desember. Ástæðan fyrir Íslandsheimsókninni voru fréttir um tíðni þungunarrofs hér á landi á fóstrum sem greinast með Downs-heilkenni, en Lily, sem er tvítug og elsta barn Mary , er með Downs.

Mæðgurnar sögðu í viðtali við Fréttablaðið 5. janúar, að þær hafi hreinlega brotnað niður þegar þær heyrðu þessar fréttir, en fullyrt var í umræddum fréttum að fóstrum með Downs væri eytt í næstum hundrað prósentum tilvika hér á landi. Fréttirnar báru fyrirsagnir á borð við „Landið þar sem Downs er að hverfa“ og fóru sem eldur í sinu um heimsbyggðina.

Upphaflega stóð til að Lily kæmi hingað með klappstýruhópi sínum, en það breyttist þegar WOW air hætti beinu flugi til heimaborgar þeirra, St. Louis. Þær mæðgur ákváðu hins vegar að ferðast þrjár til Íslands.

„Við komum til Íslands til þess að sýna að Downs- heilkennið er ekki alslæmt,“ segir Mary. „Lily er með greiningu, ekki skilgreiningu.“

Þær mæðgur gerðu víðreist meðan á Íslandsdvölinni stóð, líkt og sjá má í myndbandinu. Þær fóru í heimsókn á Landspítalann, þar sem Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi á kvennadeild útskýrði fyrir þeim að fréttirnar væru rangar og hefðu verið tekar úr samhengi. Einnig fóru þær í viðtal við Fréttablaðið og í heimsókn til Sólheima.

Auk þess skoðuðu þær hefðbundna ferðamannastaði líkt og Bláa lónið, Gullfoss, Hallgrímskirkju og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“