fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ættmenni þín ganga um götur Reykjavíkur 1926 – Sjáðu myndbandið

Fókus
Fimmtudaginn 6. september 2018 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1926 lagði að bryggju í Reykjavík skemmtiferðaskipið Carinthia frá Liverpool. Farþegarnir voru 350 bandarískir borgarar á siglingu um norðurslóðir. Vefritið Lemúrinn sagði frá því að með skipinu hafi verið frægur ferðamaður, Burton Holmes, en hann er talinn brautryðjandi á sviði ferðakvikmynda og ferðaðist um heim allan á millistríðsárunum. Ljósmyndir hans og kvikmyndir þykja hvarvetna ómetanlegar heimildir.

Íslensk blöð fjölluðu talsvert um veru Burtons og sögðu frá því að hann hefði kvikmyndað í höfninni, tekið upp söngflokka, gangandi vegfarendur en hrifnastur hafi hann verið af íslenskum glímuköppum. Hann fékk fjóra bestu glímukappa landsins um borð í skipið og glímdu þeir eftir fegurstu reglum listarinnar.

Íslendingum var boðið um borð í skipið og skemmtu ferðamönnum með söng, dansi, hljóðfæraslætti og glímusýningum. Í þakk­læt­is­skyni héldu ferða­menn­irnir dans­leik um borð. Vafalaust hefur ekki skort veit­ingar það kvöldið og ef líkum lætur hefur mönnum verið skenkt í glös þeirri veig, sem Einar Benediktsson, skáld, kallar um þetta leyti „ósvikið kláravín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinna þráir að hitta fjölskyldu sína á Sri Lanka – Þú getur hjálpað henni – Fékk hörmulegar fréttir af blóðmóður sinni

Tinna þráir að hitta fjölskyldu sína á Sri Lanka – Þú getur hjálpað henni – Fékk hörmulegar fréttir af blóðmóður sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?

Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart