fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Nýjar uppfinningar sem eru ekki eins nýjar og þú hélst

Fókus
Fimmtudaginn 6. september 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfuprikin, drónar og rafsígarettur eru dæmi um nýjungar sem njóta töluverðra vinsælda meðal almennings. Þó að vinsældirnar séu nýjar af nálinni er ekki þar með sagt að uppfinningarnar séu nýjar. Listverse tók saman dæmi um nokkrar uppfinningar sem eru ekki svo nýjar eftir allt saman.

Selfie-stöngin

Sjálfuprikið, Selfie-stöngin eða hvað sem fólk kýs að kalla þessa uppfinningu sem notið hefur gríðarlegra vinsælda á undanförnum árum er ekki svo ný af nálinni. Þvert á móti. Meðfylgjandi mynd frá árinu 1925 er sögð sýna svokallaða Selfie-stöng, eða einhverja útgáfu af henni að minnsta kosti. Hvað sem öllum vangaveltum um þessa rúmlega 90 ára mynd líður þá er Japaninn Hiroshi Ueda sagður hafa fundið selfie-prikið upp í þeirri útgáfu sem er svo vinsæl í dag. Það var á níunda áratug liðinnar aldar. Hiroshi var sjálfur ljósmyndari og starfsmaður Minolta-myndavélayfirtækisins. Hann bjó Selfie-stöngina til svo hann og eiginkona hans gætu tekið myndir af sér saman á ferðalagi sínu í Evrópu. Selfie-stöngin var framleidd í tonnavís en náði ekki mikilli útbreiðslu. Það var svo Wayne Fromm sem setti endurbætta útgáfu á markað, eða þremur árum áður en einkaleyfi Hiroshi á uppfinningunni rann út. Sjálfur heldur Fromm því fram að hann hafi fundið prikið upp.


Snertiskjáir

Árið 2007 setti Apple fyrsta iPhone-símann á markað, en sá var sem kunnugt er búinn snertiskjá. Apple var þarna búið að setja eitthvað nýtt á markað, að mörgum fannst, og gengu sumir svo langt að halda því fram að þarna væri fyrsti snertiskjárinn kominn til sögunnar. Þetta er ekki rétt, Apple fann ekki upp snertiskjáinn og iPhone-síminn var ekki einu sinni sá fyrsti sem búinn var slíkum skjá.
LG hafði áður sett síma á markað sem búinn var snertiskjá en þar áður hafði IBM sett síma á markað með snertiskjá. Það var árið 1992. Fyrstu snertiskjáirnir litu dagsins ljós árið 1965, en þeir voru í notkun meðal flugumferðarstjóra um allan heim.


Hjólaskautar

Hjólaskautarnir nutu talsverðra vinsælda á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Þessi uppfinning er aldagömul því árið 1870 litu fyrstu hjólaskautarnir dagsins ljós. Í umfjöllun um skautana í tímaritinu American Magazine frá sama ári kemur fram að Thomas Luders frá Illinois hafi þróað skautana sem hann kallaði Pedespeed. Hélt Luders því fram að hann gæti notað skautana til að koma sér á milli staða og enn fremur að hann fyndi ekki fyrir neinni þreytu eftir tveggja tíma notkun. Skautarnir voru svo þróaðir á næstu árum og áratugum.


Drónar

Drónar, eða flygildi, njóta sívaxandi vinsælda enda hægt að fá þá hræódýra á vefsíðum á borð við Aliexpress. Fyrstu drónarnir litu þó dagsins ljós fyrir rúmum hundrað árum, eða árið 1916. Það var breskur uppfinningamaður að nafni Archibald Low sem hannaði og flaug fyrsta drónanum. Þetta ómannaða loftfar var svar Breta við Zeppelin-loftskipum Þjóðverja. Það þótti heldur óhentugt í notkun enda var hávaðinn í því það mikill að erfitt reyndist að stýra því með góðu móti.


Rafsígarettur

Rafsígarettur hafa vaxið í vinsældum meðal þeirra sem vilja hætta að reykja. Fullyrt hefur verið að kínverski uppfinningamaðurinn Hon Lik hafi þróað rafrettuna eins og við þekkjum hana í dag og er það nokkuð samkvæmt sögubókunum. Hon Lik þróaði rettuna eftir að faðir hans lést úr lungnakrabbameini en hann var stórreykingamaður. Það var hins vegar árið 1963 að fyrsta rafrettan var framleidd en þar var að verki Herbert nokkur Gilbert. Í útgáfu Herberts var að vísu ekkert nikótín en tæknin var svipuð og í þeim rafrettum sem við þekkjum í dag. Rafretturnar hans Herberts náðu engri útbreiðslu enda var minna vitað um skaðsemi reykinga á þeim tíma.


Sjálfakandi bíll

Fullyrt hefur verið að sjálfakandi bílar séu framtíðin og er tæknirisinn Google langt kominn í þróun á þeim. En sjálfakandi bílar eru ekki svo nýir af nálinni. Árið 1958 framleiddi General Motors slíkan tilraunabíl. Munurinn á þeim bíl og bílnum sem Google framleiðir er mikill enda tæknin á þeim tíma steinaldarleg í samanburði við það sem gengur og gerist í dag. Þess utan hefði kostnaðurinn við útbreiðslu þessara bíla General Motors á sjötta áratugnum verið stjarnfræðilegur og óyfirstíganlegur. Það var svo árið 1987 að þýskur vísindamaður, Ernst Dickinson, þróaði sjálfakandi bifreið sem að hluta til var byggð á hugmynd japanska vísindamannsins S. Tsugawa. Bifreiðin gat náð 90 kílómetra hraða á klukkustund, en aðeins ekið tuttugu kílómetra. Sjö árum síðar þróaði Dickinson bifreið sem gat þekkt umferðarskilti og ljós og jafnvel skipt um akrein. Og svo ári eftir það þróuðu þeir sjálfakandi bifreið sem fór milli Þýskalands og Danmerkur. Hafa ber í huga að tæknin á þessum tíma var ekki komin jafn langt og í dag, en Dickinson og Tsugawa eiga þó heiðurinn af fyrstu sjálfakandi bifreiðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki