fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fókus

Ásgeir býr til nýja vídd fyrir íslensku þjóðlögin

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. september 2018 18:30

Þann 20. september gaf tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson út geisladiskinn Icelandic folksongs volume 2, Travelling through cultures.

Diskurinn er framhald af disknum Two Sides of Europe sem kom út í fyrra þar sem Ásgeir vann með nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum Tyrkja. Platan fékk tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna.

Á nýja diskinum tekur Ásgeir hlustandann í ferðalag til framandi menningarheima.

„Ég útset íslensku þjóðlögin á nýstárlegan máta fyrir austurlensk hljóðfæri og tónmál og tek upp með erlendum tónlistamönnum,“ segir Ásgeir.

„Í fyrra vann ég plötuna með nokkrum af fremstu hljóðfæraleikurum Tyrkja en nú hélt ég til Búlgaríu en í þetta skipti eru nokkrir frábærir gestir meðal annars indverskur tabla leikari, grískur bouzouki leikari, austurískur cajon leikari og íslenskur klarinettuleikari,“ segir Ásgeir.

Sjálfur leikur Ásgeir á þrjú framandi strengjahljóðfæri auk þess að semja alla þá fjölmörgu aukakafla, inngangsstef og spunakafla sem eru tengd við íslensku þjóðlögin.
Útsetningar eru svo í höndum Ásgeirs og búlgarska harmonikkusnillingsins Borislav Zgurovski
Söngurinn er svo í höndum hinnar óviðjafnanlegu Sigríðar Thorlacius sem syngur af sinni alkunnu snilld.

Þann 3. október verða útgáfutónleikar í Björtu loftum Hörpu kl. 21 þar sem leikin verða lög af plötunum tveimur: Two sides of Europe og Travelling through cultures.

Flytjendur á útgáfutónleikunum eru:

Ásgeir Ásgeirsson – oud, tamboura og bouzouki
Sigríður Thorlacius – söngur
Haukur Gröndal- klarinett
Þorgrímur Jónsson – bassi
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir – fiðla
Erik Qvick – slagverk
Kjartan Guðnason – slagverk
Sérstakur gestur frá Búlgaríu: Borislav Zgurovski – harmonikka

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu

DV velur Mann ársins 2018: Taktu þátt í valinu
Fókus
Í gær

Downton Abbey kvikmynd á leiðinni – Sjáðu fyrstu kitluna

Downton Abbey kvikmynd á leiðinni – Sjáðu fyrstu kitluna
Fókus
Í gær

FM Belfast byrjaði sem jólagrín

FM Belfast byrjaði sem jólagrín
Fókus
Í gær

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi

Ísheit Reykjavík stendur yfir – Stærsta samstarfsverkefni Norðurlanda í dansi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu