fbpx
Fókus

Game of Thrones stjarna kallar Ísland „einn af stórbrotnustu stöðum í heimi“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 26. september 2018 14:33

Kit Harrington

„Þetta er það sem þú vilt vera að gera þegar þú ert að vinna í kvikmyndageiranum,“ segir leikarinn Kit Harrington sem fer með hlutverk Jon Snow í hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones. Hluti af sjöundu þáttaröðinni var tekinn upp hér á landi en í viðtali við vefinn Men´s Journal lýsir Kit meðal annars krefjandi aðstæðum á tökustað.

Fram kemur að í sjöundu þáttaröðinni eigi áhorfendur von á fjölmörgum stórkostlegum og hrífandi atriðum.  Aðspurður svarar Kit að stór hluti hafi verið tekinn upp á Íslandi og það hafi svo sannarlega tekið á.

„Það var krefjandi að standa úti í 40 gráðu frosti og ísköldu roki. Það var frekar mikil reynsla.“

„En svona almennt þá elska ég að vera á tökustað,“ bætir hann við.

„Þú færð að fara á magnaða staði og stíga niður fæti á ótrúlegum tökustöðum, stöðum sem fólk þarf yfirleitt að borga sig inn á.

Þú getur í raun ekki kvartað yfir því að vera að frjósa úr kulda þegar þú ert staddur á stórbrotnustu stöðum í heiminum eins og Íslandi og Króatíu.“

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps
Fókus
Í gær

Þraut: Kettir eru víða – finnur þú köttinn á þessum myndum?

Þraut: Kettir eru víða – finnur þú köttinn á þessum myndum?
Fókus
Í gær

Markvissar aðgerðir í Hafnarfirði gegn hrakandi málþroska íslenskra barna

Markvissar aðgerðir í Hafnarfirði gegn hrakandi málþroska íslenskra barna
Fókus
Í gær

Hlemmur & Grandi mathöll efna til opinnar umræðu um götubitann

Hlemmur & Grandi mathöll efna til opinnar umræðu um götubitann
Fókus
Í gær

Julia Roberts falleg í bleiku – „Það erfiðasta sem ég hef gert er að treysta á sjálfa mig“

Julia Roberts falleg í bleiku – „Það erfiðasta sem ég hef gert er að treysta á sjálfa mig“