fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fókus

Þórarinn: 82 látnir að meðaltali á ári

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. september 2018 14:30

Í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson fyrrum yfirlæknir og framkvæmdastjóri sjúkrahússins Vogs, skrifar kemur fram að 5.903 einstaklingar hafa greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990.

Þar af eru 4.184 karlar (71%) og 1.719 konur (29%). Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%).

Tímabært er að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður.

Örvandi vímuefnasjúkdómurinn kemur á eftir áfengissjúkdómnum í algengi en er mun alvarlegri. Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).

Örvandi vímuefnasjúklingar þurfa meiri og lengri meðferð en aðrir vímuefnasjúklingar

Segir Þórarinn í pistlinum að enginn hafi frá árinu 1983 sinnt þessum sjúklingahópi, annar en SÁÁ og samtökin því borið aðalþungann af meðferðinni.

Fylgst hefur verið með vaxandi líffræðilegri þekkingu um þennan hóp sjúklinga og hún notuð í meðferð þeirra. Ný þekking í taugalífeðlisfræði segir okkur að örvandi vímuefnasjúklingar þurfa meiri og lengri meðferð en aðrir vímuefnasjúklingar, bæði í afeitrun, á endurhæfingastofnunum og göngudeildum. Lengri stofnanameðferð er nauðsynleg vegna mikilla truflana á heilastarfsemi sem neyslan hefur skapað. Sjúklingurinn er með mikil geðræn einkenni og hugrænar truflanir sem skerða minni, athygli, innsýn og dómgreind hans. Þessi einkenni lagast hægt til að byrja með en svo verður batinn hraðari eftir 3-6 mánuði. Stofnanameðferð er því nauðsynleg fyrstu 3 mánuðina og göngudeildarmeðferð þar á eftir

Þórarinn er harðorður í garð heilbrigðisráðuneytisins og núverandi ríkistjórnar, sem hafi engan skilning á málum og því séu þessir sjúklingar í meirihluta á biðlistum á Vogi.

Þeim er mismunað og fá engan stuðning við sérhæfða göngudeildarþjónustu frá hinu opinbera. Auk þess sem meðferðarúrræði þeirra eru of veikburða, ekki vegna þekkingarskorts heldur vegna lítilla fjárframlaga til sérhæfðrar þjónustu fyrir þá.

Þessi vandi fer nú vaxandi og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017.

Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.

Á síðustu 20 árum hafa 1648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, af þeim sjúklingum sem hafa sótt sér lækningu á sjúkrahúsið Vog, eða 82 ár hvert. 1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.

Þessum sjúklingahóp hefur lengi verið mismunað og mál að því linni.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00
Fókus
Í gær

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Í gær

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“
Fókus
Í gær

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu
Fókus
Í gær

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells
Fókus
Í gær

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco
Fókus
Í gær

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið