fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Fókus

Óhugnanleg ófreskja í Garðabæ: „Fer ekki í Costco fyrr en hún er farin“

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 11:59

Fyrr í þessum mánuði hóf verslun Costco í Kauptúni sölu á risa kónguló sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Kóngulóin sem getur bæði hreyft sig og gefið frá sér hljóð er gríðarlega stór. Svo stór að margir viðskiptavinir verslunarinnar hafa hreinlega orðið hræddir. Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð hafa skapast heitar umræður um skepnuna.

Er fólk gengið af göflunum???,“ segir einn meðlimur hópsins er kóngulóin kostar að sögn notenda tæplega 40 þúsund krónur.

Annar notandi síðunnar ætlar að sniðganga verslunina á meðan kóngulóin er til sölu. „Takk fyrir þessa mynd- ég fer ekki í Costco fyrr en hún er farin.“

Ekki eru allir ósáttir við kóngulónna. „Dauð langar í hana en nú þegar tekur halloween skrautið meira pláss í geymslunni en jóla dótið,“ skrifar einn notandi.

Alvöru stykki!

Óðinn Svan Óðinsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Elsta jólagjöf Þórunnar

Elsta jólagjöf Þórunnar
Fókus
Í gær

Hverju eigum við að leita að?

Hverju eigum við að leita að?
Fókus
Í gær

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – SPORÐDREKINN

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – SPORÐDREKINN
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málþing: Vesæl þjóð í vondu landi?

Málþing: Vesæl þjóð í vondu landi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaði gefur út Jammið – Stútfull af glimmeri og transdívu „attitjúdi“

Skaði gefur út Jammið – Stútfull af glimmeri og transdívu „attitjúdi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Game of Thrones – Sjáðu fyrstu kitluna úr næstu þáttaröð

Game of Thrones – Sjáðu fyrstu kitluna úr næstu þáttaröð