fbpx
Fókus

Einstök afmæliskveðja barna Rúnars Þórs – „Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. september 2018 16:15

Söngvarinn Rúnar Þór Pétursson átti 65 ára afmæli þann 21. september síðastliðinn. Af því tilefni ákváðu börn hans að útbúa sérstaka afmæliskveðju til hans.

Fóru fimm þeirra í stúdíó og tóku upp lag sem Alda dóttir Rúnars samdi þegar hún var 16 ára. Þórir Úlfarsson stjórnaði upptökum og útsetti.

„Glöggir hlustendur taka kannski eftir að ég komst ekki á sama tíma og þau í stúdíóið svo ekki náðist myndband af mér að syngja þar, svo því var bara reddað,“ segir Aron Leví Beck, sonur Rúnars Þórs og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Hin systkinin sem syngja ásamt Öldu, heita Egill Ýmir, Gulla Hólm og Hergeir Már.

Og í lokin skila Atli og Freyja kveðju til föður síns. „Þau komust því miður ekki með í upptökur, en syngja bæði mjög vel,“ segir Aron.

Systkinin munu koma fram á tónleikum Rúnars Þórs í Bæjarbíói þann 29. nóvember.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“

Petrína: „Það skiptir miklu máli fyrir þann veika að finna stuðning“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps

Mál­þing um brjósta­krabba­mein – Doktor Google & Google Maps
Fókus
Í gær

Þraut: Kettir eru víða – finnur þú köttinn á þessum myndum?

Þraut: Kettir eru víða – finnur þú köttinn á þessum myndum?
Fókus
Í gær

Markvissar aðgerðir í Hafnarfirði gegn hrakandi málþroska íslenskra barna

Markvissar aðgerðir í Hafnarfirði gegn hrakandi málþroska íslenskra barna
Fókus
Í gær

Hlemmur & Grandi mathöll efna til opinnar umræðu um götubitann

Hlemmur & Grandi mathöll efna til opinnar umræðu um götubitann
Fókus
Í gær

Julia Roberts falleg í bleiku – „Það erfiðasta sem ég hef gert er að treysta á sjálfa mig“

Julia Roberts falleg í bleiku – „Það erfiðasta sem ég hef gert er að treysta á sjálfa mig“