fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Fókus

Graði karlinn í strætisvagninum sem þreifar á kvenmannsrössum – „Hvað í fjandanum ertu að gera, helvítið þitt?“

Fókus
Laugardaginn 22. september 2018 13:36

Saga Áslaugar hefur vakið mikla athygli

Sú stund rennur upp í lífi allra kvenna að þær sætta sig ekki við kynferðislega áreitni sem þær verða fyrir hversdagslega. Hetjusaga Áslaugar Thelmu Einarsdóttur er gott dæmi um það. Hún starfaði sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar en var sagt upp störfum en Líkt og hefur komið fram þá taldi hún uppsögn sína tengjast því að hún hafi benti á óviðeigandi framkomu fyrrverandi forstjóra félagsins, Bjarna Más Júlíussonar. Eftir að Áslaug ákvað að segja hingað og ekki lengra hefur orðið hallarbylting innan fyrirtækisins sem enn sér ekki fyrir endann á. Að því tilefni endurbirtir Fókus grein sem skrifuð af Ditte Giese blaðamanni hjá Politiken og birtist á vef Politiken.

Laumaði höndinni undir pilsið

Þetta var á fimmtudagsmorgni. Strætisvagninn var þéttskipaður fólki, það var móða á rúðunum, rakar húfur og vettlingar. Við stöðum þétt saman í vagninum. Ég var með nefið grafið ofan í iPhoninn, með heyrnartól á, hlustaði á tónlist og las fréttir, var svolítið sein fyrir. Eðlilegur morgun. Skyndilega fann ég að eitthvað var að. Það tók mig smá tíma að átta mig á hvað það var og beina athyglinni að því.

Lítill maður, kannski 165 cm á hæð, hafði laumað höndinni upp undir pilsið mitt og var að mjaka henni upp eftir öðru læri mínu. Ég hugsaði með mér, hvað hann væri að gera? Missti hann eitthvað? Leit á hann, reyndi að ná augnsambandi. Náði augnsambandi. Hann sendi mér skrítið augnaráð. Eins og: Ertu til í slaginn? Þá fattaði ég þetta. Ókei. Hann var að ráðast á líkama minn á einn eða annan hátt.

Mynd úr safni.

Ég hef margoft lent í því áður og ég hugsaði um sektartilfinninguna og efann. Man eftir tilfinningunni um að frjósa í augnablikinu þegar hendur ókunnugs manns ráðast á líkama minn. Ég man eftir árunum í París, þar sem það gerðist næstum daglega í neðanjarðarlestunum. Þar sem ég sá karla sem höfðu klippt göt á buxnavasa sína svo þeir gætu fróað sér upp við ókunnugar konur án þess að nokkur uppgötvaði það. Þetta laumulega, krefjandi bank upp við rasskinnarnar mínar og ég sem komst ekki í burtu því lestin var kjaftfull af fólki og ég var ekki nægilega góð í frönsku til að segja eitthvað.

Vildi fróa sér fyrir framan okkur

Ég man eftir manninum sem gekk upp að mér og systur minni, þegar við vorum 14 ára, og spurði hvort hann mætti fróa sér fyrir framan okkur ef hann borgaði okkur 200 krónur. Ég man þegar ég sat í bílnum á meðan stjúpfaðir minn var að sækja eitt systkini mitt á íþróttaæfingu og maður gekk upp að bílnum og þrýsti nöktum lim sínum upp að rúðunni og hræddi úr mér líftóruna, ég var 8-9 ára.

Ég man líka eftir einum morgni fyrir nokkrum sumrum síðan þegar ég var fyrir utan vinnustaðinn minn, ég kom gangandi með hjólið mitt og karlmaður sló mig svo fast í rassinn að ég var enn með rautt far mörgum klukkustundum síðar. Mann eftir skömmustutilfinningunnu, hugsununum um hvað hefði gerst. Að ég hafði flýtt mér í burtu frá „vettvangi glæpsins“.

Ég man líka eftir laugardagseftirmiðdegi í verslunarmiðstöðinni í haust. Ég var á leiksvæðinu og beygði mig til að reima skóreim hjá barninu mínu. Þá gekk miðaldra maður framhjá mér og setti höndina á milli læra minna. Að ég hoppaði upp og horfði á eftir honum. Að hann horfði á mig á móti með því mesta fyrirlitningaraugnaráði sem ég hef nokkru sinni séð. Af því að hann vissi að ég var hjá barninu mínu, var umkringd börnum. Í helvítis verslunarmiðstöðinni. Að ég hafði ekki í hyggju að bregðast við eða öskra, því það hefði hrætt barnið mitt og gert það óöruggt.

Litli karlinn

Vandinn við svona lífsreynslu er að maður nær ekki að bregðast við. Að það líður smá tími áður en maður fattar hvað gerðist. Að það er ekki fyrr en eftir nokkrar klukkustundir sem maður hefur fundið hið fullkomna svar við þeirri árás, sem það er, þegar ókunnugri manneskju finnst að hún megi snerta líkama þinn. Og þá endar maður með að bíta í vörina í staðinn fyrir að hjóla í vitleysinginn.

Það, sem hann vissi ekki, litli karlinn í strætisvagninum þennan fimmtudagsmorgun, var að nú var kominn sú stund í lífi sérhverrar konu þar sem hún hefur fengið sig fullsadda af svona kynferðislegum árásum. Núna er ég fullorðin, ég er 37 ára og 186 cm há. Ég hafði sofið vel um nóttina, borðað nautakjöt kvöldið áður og var upp á mitt besta. Ég reisti mig því upp, rétti alveg úr mér og horfði í augun á honum og öskraði:

Hvað í fjandanum ertu að gera, helvítið þitt?

Allir í vagninum sneru sér við og þeir sem stóðu nærri okkur náðu að sjá litla, feita hönd hans undir pilsinu mínu.

Maðurinn hoppaði í burtu. Fólk í kringum okkur fór að hlæja. „Vitleysingur,“ hvæsti kona nokkur að honum. Maðurinn setti hettuna yfir höfuðið og reyndi að fela sig. Ýtti örvæntingarfullur á stopptakkann. Hljóp út úr vagninum um leið og hann stoppaði.

Ég slökkti á Medinu. Kveikti á I´m Every Woman með Whitney Houston og gekk síðasta spölinn í vinnuna, hærri en nokkru sinni.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00

DV Tónlist : FM Belfast í beinni útsendingu kl. 13.00
Fókus
Í gær

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Í gær

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“
Fókus
Í gær

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu
Fókus
Í gær

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells

Tónlistarspekúlantar hafa fundið formúlu hins fullkomna jólasmells
Fókus
Í gær

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco

Hrafn var búinn að hringja um allt – Fann það sem hann vantaði á spottprís í Costco
Fókus
Í gær

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Ævar vísindamaður með Þína eigin auglýsingu – Sjáðu myndbandið