fbpx
Fókus

Steindi óttaðist um líf sitt: „Maður er svo hræddur“

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 21. september 2018 11:40

Steinþór Hróar Steinþórsson - Steindi

Í næstu viku frumsýnir Stöð 2 fyrsta þáttinn í nýrri þáttarröð sem skartar þeim Steinda, Audda, Sveppa og Pétri Jóhanni. Þættirnir heita Suður-Ameríski drauminn og eru óbeint framhald af Evrópska-, Asíska- og Ameríska draumnum. Í viðtali í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun sagði Steindi frá því að hann hefði hækkað líftrygginguna áður en tökur hófust.

Strákarnir komu sem betur fer allir heilir heim úr ferðinni, þótt það hafi að sögn Steinda stundum staðið tæpt. „Við erum látnir gera svo ruglaða hluti og ferðalögin á milli landana, þetta eru bara einhverjar innanlandsvélar, innanlandsflug í Kólumbíu, það er ekkert sniðugt,“ sagði Steindi í viðtalinu sem heyra má í heild hér.

Tökur á þættinum fóru fram í byrjun árs en áður en haldið var út lét Steindi hækka líftrygginguna sína. „Maður er svo hræddur þegar maður fer í svona verkefni,“ sagði Steindi.

Aðspurður um hvort þeir félagar hafi lent í aðstæðum þar sem honum leist ekki á blikuna hikar Steindi ekki í svörum. „Oft, það hefur aldrei verið jafn oft og í þessari seríu.“

Steindi birti þessa mynd á Instagram á meðan á tökum stóð

Óðinn Svan Óðinsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Svanhildur viðurkennir vandræðalegt atvik – „Ég man aldrei neitt“

Svanhildur viðurkennir vandræðalegt atvik – „Ég man aldrei neitt“
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Neytandinn og Píratinn

Lítt þekkt ættartengsl: Neytandinn og Píratinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum

Puff Daddy fann ástina aftur með fyrirsætu af íslenskum ættum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

POPUP Næturmarkaður í fyrsta sinn á Íslandi

POPUP Næturmarkaður í fyrsta sinn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Flúrarinn Picasso Dular er væntanlegur til Íslands

Flúrarinn Picasso Dular er væntanlegur til Íslands