fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ragga nagli – „Sjálfsrækt er sjálfselska“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að forgangsraða sjálfum sér.

„Setjið súrefnisgrímuna á ykkur sjálf áður en þið aðstoðið aðra.“

Þetta segja flugfreyjurnar og þær hafa mikið til síns máls.

Þú þarft að hugsa um sjálfan þig og eigin heilsu fyrst og fremst til að vera í stakk búinn að aðstoða fólkið í kringum þig.

Sjálfsrækt er sjálfselska.
Ekki samt sjálfselska eins og eigingirni.
Heldur er það sprottið af ást og umhyggju fyrir sálinni og líkamanum.

Alltof margir láta sínar heilsuvenjur sitja á hakanum fyrir alla aðra.

Grunnstoðir fyrir góða heilsu eru:

▶️góður svefn
▶️holl næring
▶️regluleg hreyfing
▶️félagsleg tenging
▶️jákvæðar hugsanir

Þegar við gefum okkur ekki tíma til að borða hollt verðum við pirruð og ósátt.
Þegar við sinnum ekki þörf líkamans fyrir hreyfingu verðum við slenuð og þreytt.
Þegar við fáum ekki djúpa félagslega næringu frá vinum okkar verðum við einmana og svartsýn.
Þegar við sofum illa verðum við kvíðin og áhyggjufull.
Þegar við hugsum neikvætt tætum við niður sjálfstraustið og sjálfsmyndina.

Þegar við erum ekki ánægð innra með okkur þá verðum við ekki góðar manneskjur út á við.

Neikvæðar tilfinningar finna sér alltaf farveg.
Oftar en ekki í félagslegum samskiptum og viðbrögðum við nærumhverfið.

❤️Það er ekki eigingirni að taka kríulúr eftir vinnu.
?Það er ekki tímasóun að slúðra í klukkutíma í símtólið við Siggu vinkonu.
?Það er ekki andfélagslegt að setja á sig heyrnatól og hlusta á uppáhalds diskóið sitt.
?Það er ekki eigingirni að fara í saumó eða á kaffihús með stelpunum á kvöldin.
?Það er ekki hégómi að fara í ræktina.
❤️Það er ekki átröskun að kjósa salat frekar en börger.
?Það er ekki kukl að hlusta á hvetjandi hlaðvarp.

Að forgangsraða sjálfum sér er ekki eigingirni.

Það er djúp nauðsyn að hugsa um eigin heilsuvenjur til að verða betri manneskja og geta þannig sinnt fólkinu í kringum þig, vinnunni og lífinu af þeirri alúð sem það krefst.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“