fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Konur eru konum bestar styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. september 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarnakonurnar Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari, Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og bloggari á Trendnet, Elísabet Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet, og Rakel Tómasdóttir, grafískur hönnuður, tóku höndum saman í fyrra og hönnuðu og seldu boli með áletruninni Konur eru konum bestar til styrktar góðu málefni.

Bolirnir seldust upp og núna á föstudag verður bolurinn seldur í nýrri útgáfu og í ár völdu þær stöllur að styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en í fyrra styrktu þær Kvennaathvarfið.

Í pistli sínum á Trendnet skrifar Elísabet um verkefnið og vikuna framundan, en sala á bolunum verður á föstudag í AndreA, Norðurbakka 1, Hafnarfirði.

Uppáhalds vinnuvika ársins er handan við hornið. Konur eru konum bestar vol2 fer í sölu á föstudaginn (21.september) og ég hlakka sko til.

Verkefnið er mér kærkomið en málefnið er eitthvað sem við Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður (og bloggari hér á Trendnet) höfum brunnið fyrir í langan tíma áður en við ákváðum loksins að gera eitthvað í málinu á síðasta ári. AndreA selur íslenskum konum föt hvern einasta dag og lesendur mínir eru að stærstum hluta konur. Það lá því beinast við að sameina kraftana og smita frá okkur með einhverjum hætti til kvenna í kringum okkur. Við fengum með okkur í lið Aldísi Pálsdóttur, ljósmyndara, og Rakel Tómasdóttur, grafískan hönnuð, sem hannaði letrið. Við státum okkur af því að í ár frumsýnir Rakel nýtt alíslenskt letur!

2017 útgáfan,

Í fyrra seldust bolirnir eins og heitar lummur og urðu uppseldir alltof fljótt. Við fundum og finnum enn fyrir rosalegum meðbyr frá íslenskum (og erlendum) konum. Þið virðist margar vera að tengja við málefnið sem er svo mikilvægt að minna á.
Þið sem ekki þekkið til þá snýst setningin Konur eru konur bestar um það að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað.

Ég klæddist mínum bol í fyrsta sinn í dag .. svo mun ég spara hann þangað til á föstudaginn þegar ég ætla að klæðast honum í annað sinn með ykkur.

Þó bolirnir séu hannaðir með það í huga að deila áfram mikilvægum boðskap þá eru þeir að sjálfsögðu mjög mikið fasjón og við getum svo sannarlega klæðst þeim með stolti og dressað þá upp og niður eftir tilefnum. Í ár ákváðum við að setninguna á hægra brjósti og taka svo fyrir orðið „kona“ á bakinu á mismunandi tungumálum. Það kemur svo vel út! Eruð þið sammála?

Konur eru konum bestar er góðgerðaverkefni og fer allur ágóðinn í þörf málefni hverju sinni. Í fyrra styrktum við Kvennaathvarfið og í ár völdum við að styrkja Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu 2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gert yfir 100 tekjulágum konum kleift að stunda nám. Okkur finnst það passa vel að við konur styrkjum aðrar konur til náms og nýrra tækifæra. Við dáumst af þessum sjóð sem veitir efnalitlum konum stór tækifæri sem þær annars hefðu ekki kost á, tækifæri til þess að skína.

Bolurinn mun kosta 6.900 kr. og afhendist í merktum taupoka. Fyrstu 200 pokarnir innihalda glaðning frá Essie, Glamour tímarit og Sjöstrand kaffihylki. Bolirnir verða til sölu á viðburðinum sjálfum (seldust upp á fyrsta degi í fyrra) – þannig að það borgar sig að mæta. Vegna fjölda fyrirspurna þá munum við í  ár einnig koma til móts við fólk sem ekki hefur færi á að mæta, býr til dæmis erlendis eða úti á landi eða kemst ekki af öðrum ástæðum – bolurinn verður því einnig til sölu á netinu.

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu