fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Áhugaverð rannsókn á handbolta: Áhrif heimavallarins mest í jöfnum leikjum

Fókus
Föstudaginn 14. september 2018 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta tölublað af fræðitímaritinu Journal of Human Kinetics er helgað rannsóknum á handbolta. Dr. Jose M.  Saavedra, prófessor við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður PAPESH rannsóknasetursins, sér um útgáfuna sem gestaritstjóri, enda hefur hann rannsakað ýmsa þætti íþróttarinnar og þjálfunar handknattleikfólks í fjölda ára. Þetta er í fyrsta sinn sem virt, ritrýnt vísindarit tileinkar handbolta sérstakt tölublað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík þar sem fjallað er nánar um niðurstöður merkilegrar rannsóknar sem birtar eru í tímaritinu.

Handbolti er spilaður af um 19 milljón manns í dag og hefur verið Ólympíugrein í karlaflokki síðan 1972 og kvennaflokki frá árinu 1976. Þrátt fyrir vinsældir greinarinnar hefur ekki mikið verið gefið út af ritrýndum fræðigreinum um hana, eins og kemur fram í inngangsgrein Jose Saavedra í tímaritinu.

Þetta hefur þó verið að breytast í síðari tíð og þykir útgáfa tímaritsins merki um það. Í því eru 15 ritrýndar vísindagreinar eftir fræðimenn frá 11 löndum. Viðfangsefni greinanna eru af ýmsum toga. Ein skoðar áhrif dóma í leik, önnur hvort heimavöllur skipti máli varðandi úrslit leikja. Þær niðurstöður sýna að forskotið sem heimavöllur veitir nýtist aðeins ef liðin eru jöfn í lok leiks. Einnig sýna niðurstöður sem birtar eru í tímaritinu að líkamleg geta í handbolta er önnur á morgnana en á kvöldin. Fjöldi greina er tileinkaður þjálfun í handbolta og þar sem íþróttin er ein sú vinsælasta hér á landi má gera ráð fyrir að margir hafi áhuga á því sem þar er fjallað um.

Jose M. Saavedra lauk doktorsnámi í íþróttafræðum við Háskólann í Coruña á Spáni og hefur kennt íþróttafræði á háskólastigi í yfir 19 ár á Spáni og Íslandi, auk þess að vera gestakennari í Króatíu, Portúgal og Bretlandi. Hann hefur gefið út meira en 80 fræðigreinar í rtirýndum vísindatímaritum. Við Háskólann í Reykjavík kennir Jose m.a. námskeið í meistaranámi og hefur umsjón með tölfræðigreiningum meistaranema í fótbolta, körfubolta og handbolta. Hann hefur verið leiðbeinandi í sex doktorsverkefnum og meira en 15 meistaraverkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana