fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fókus

Þess vegna kúka sumir oftar en aðrir

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klósettvenjur þínar segja ýmislegt um þig. Allir gera þetta en það er mikill munur á hversu oft við setjumst á klósettið til að gera stórt. Að meðaltali kúkar fólk einu sinni á dag en sumir kúka margoft á dag en hjá öðrum líða margir dagar á milli slíkra verka.

Hér fyrir neðan eru  fjórar ástæður fyrir því að sumir kúka oftar en aðrir.

Erfðir. Hefur þú hugleitt hversu oft foreldrar þínir fara á klósettið? Þú hefur kannski aldrei hugsað út í þetta en genin gegna ákveðnu hlutverki í því hversu oft þú ferð á klósettið. Innri forritun líkamans getur haft áhrif á hversu langur tími líður á milli ferða.

Hreyfing. Það hvernig þú notar líkama þinn getur haft áhrif á hversu oft þú þarft að kúka. Ef þú hreyfir þig lítið sem ekkert getur það þýtt lengra ferli í þörmunum og þar með færri ferðum á klósettið. Ef þú stundar reglulega líkamsrækt eykst virknin í þörmunum og meltingin verður hraðari.

Matarvenjur. Það skiptir máli hvað þú borðar. Matarvenjurnar spila stórt hlutverk í þessu öllu, sérstaklega hversu mikið af trefjum þú borðar og hversu mikið vatn þú drekkur. Trefjar sjá um að hægðirnar séu mjúkar en vatnið auðveldar hægðunum að komast út. Ef þú innbyrðir ekki nógu mikið af trefjum eða vatni getur það fækkað klósettferðunum og í versta falli stíflað allt kerfið í líkamanum.

Tíðahringurinn. Eins og gefur að skilja á þetta atriði aðeins við um konur. Sumar konur framleiða meira af hormóni, sem veldur því að legið ýtir „rusli“ út, en aðrar konur. Umframmagn af þessu hormóni getur sett þarmana af stað í stað legsins og þannig hraðað meltingunni.

Ritstjórn Pressunnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Heiðrún samdi lag fyrir Spice Girls: „Ég var bara breikdansandi á leið í bankann“ – Bjóst ekki við því sem gerðist næst

Heiðrún samdi lag fyrir Spice Girls: „Ég var bara breikdansandi á leið í bankann“ – Bjóst ekki við því sem gerðist næst
Fókus
Í gær

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán passaði fyrir Kristinn: Sneri ekki aftur eftir örlagaríkt kvöld

Ásdís Rán passaði fyrir Kristinn: Sneri ekki aftur eftir örlagaríkt kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símtal bjargaði Michael Jackson frá dauða

Símtal bjargaði Michael Jackson frá dauða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín mætti stórleikara með ógleymanlegum hætti – „Núna erum við besties“

Katrín mætti stórleikara með ógleymanlegum hætti – „Núna erum við besties“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður – Þessar sveitir koma fram

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður – Þessar sveitir koma fram