fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sannfæra börnin um að þau séu ósýnileg – Ekki sniðugur leikur, segir sálfræðingur

Fókus
Fimmtudaginn 13. september 2018 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem þetta virðist gera er að valda börnunum vanlíðan, til hvers og af hvaða ástæðu?“

Þetta er spurning sem barnasálfræðingurinn Fiona Martin spyr vegan nýs æðis sem vakið hefur athygli í netheimum. Um er að ræða hrekk – sprenghlægilegan að margra mati – sem gengur út á að sannfæra fólk, oftar en ekki börn, um að þau séu ósýnileg.

Eðli málsins samkvæmt taka börnin þessu yfirleitt með miklum fyrirvara til að byrja með, en þegar þeim er sýnd mynd breytist tónninn.

Hér má sjá einn hrekk:

 

Hér má sjá annan hrekk (sjá frá 2:05)…

…og hér er svo sá þriðji:

Sitt sýnist hverjum um þessa hrekki sem vöktu fyrst athygli fyrir alvöru í Netflix-þáttunum Magic For Humans. Augljóst er að hrekkirnir geta fengið mikið á börn en gleðin sem skín úr andlitum hrekkjalómanna er ósvikin.

Fjölmargir hafa tjáð sig um þetta „æði“ á Twitter og spyrja margir hvernig það geti talist skemmtun að láta börn fara að gráta úr hræðslu.

Fiona Martin, sem er ástralskur doktor í barnasálfræði, tekur undir þetta og segir við News.co.au að allt sem veldur börnum vanlíðan, hvort sem um er að ræða hrekk eða ekki, sé ekki gott fyrir þau. Það liggi í augum uppi. Bendir hún á að sniðugra væri að gera uppbyggilega hluti með þeim sem líka eru skemmtilegir.

„Það er hægt að skapa hvetjandi og örvandi umhverfi fyrir börn með ýmsum leiðum en hrekkir eins og þessir hafa engan ávinning í för með sér,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar