fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ólafur gefur út nýtt lag – Vilhjálmur leikur á 10 hljóðfæri

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 15:18

Ólafur F. Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri, hefur gefið út nýtt lag. Lagið sem um ræðir heitir Ástarljóð og segir Ólafur að það hafi orðið til í tveimur áföngum, í byrjun ársins 2017 og byrjun þessa árs.

„Þó að ég sé höfundurinn, þá hefur Vilhjálmur Guðjónsson komið að málum frá upphafi. A kaflinn frá 2017 var fyrir karlrödd og 3 erindi, en þörf þótti á B kafla fyrir kvenrödd, sem einnig væri 3 erindi og mótsvaraði að innihaldi A kaflanum,“ segir Ólafur en athygli vekur að Vilhjálmur leikur á tíu hljóðfæri í laginu.

„Lagið hefur smám saman orðið viðameira, dýpra og fallegra, í vinnunni við það undanfarna 9 mánuði,“ segir Ólafur en Vilhjálmur leikur á píanó, gítara, kontrabassa, víbrafón, flautu, óbó, enskt horn, strengi, klukkuspil og hörpu.

Ólafur hefur notið góðrar aðstoðar annarra söngvara í mörgum lögum sínum og í nýja laginu syngur Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir á móti honum.

„Guðlaug kemur fram sem nútímakona af bestu gerð, frjáls í fasi og með sólgleraugu. Hún lét sem vind um eyru þjóta óskir mínar um að hún kæmi fram eins og sveitastelpa frá 19. öld. Lag og ljóð gæti hins vegar samræmst þeim tíðaranda, þannig að myndbandið er mótsagnakennt hvað þetta varðar og húmor í þessu öllu saman,“ segir Ólafur sem bætir við að lokum:

„Ég vona að sú mikla einlægni, rómantík og málrækt, sem er að finna í ljóði, lagi og myndbandi, skili sér til áhorfenda og hlustenda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“