fbpx
Fókus

Verðlaunasúkkulaði innblásið af litadýrð og gleði Hinsegin daga.

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 09:00

Verðlaunasúkkulaðið Caramel + Milk frá Omnom varð til fyrir ári síðan og er innblásið af litadýrð og gleði Hinsegin daga.

Súkkulaðið átti upprunalega einungis að vera til í takmörkuðu upplagi til styrktar Hinsegin dögum, en vegna gífurlegra vinsælda um heim allan fæst súkkulaðið nú allan ársins hring.

Caramel+ Milk er dökkt mjólkursúkkulaði með súkkulaðihúðuðum karamelluperlum og ef vel er athugað má finna keim af regnboga í hverjum einasta bita.

„Mannkynið er fjölbreytt og ekki síst litríkt og þannig varð Caramel + Milk til,“ segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður en Omnom hefur í rúmt ár stutt við Hinsegin daga.„Þetta súkkulaði er okkar leið til þess að styðja við réttindabaráttu hinsegin samfélagsins og munum við halda stuðningi okkar áfram.“

Allir sem kaupa Caramel + Milk í verslun Omnom og í vefverslun fá einnota einhyrningshúðflúr í kaupbæti sem er tilvalið í gleðigönguna næstkomandi. Þeir sem hafa áhuga á að fá sér einhyrninginn til frambúðar eru beðnir um að hafa samband við Omnom.

Omnom hvetur fólk að deila uppáhalds Caramel+ Milk myndinni sinni undir myllumerkinu #omnomchocolate

 

 

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Hálendi Íslands eins og þú hefur aldrei séð það áður – Stórbrotið myndband Ólafs Más

Hálendi Íslands eins og þú hefur aldrei séð það áður – Stórbrotið myndband Ólafs Más
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Elsa hannar jólafrímerkin í ár – Gefa frá sér piparkökuilm

Elsa hannar jólafrímerkin í ár – Gefa frá sér piparkökuilm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gyða gefur út Evolution – Útgáfutónleikar og Airwaves

Gyða gefur út Evolution – Útgáfutónleikar og Airwaves
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi sporðdreki – POW

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi sporðdreki – POW