Mánudagur 17.desember 2018
Fókus

Íslenskur leikari stígur á svið í Las Vegas: „Virkilega skemmtileg áskorun“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 14:01

Ný og endurbætt útgáfa af Hellisbúanum sló í gegn á Íslandi síðasta vetur.

„Það hefur alltaf verið draumurinn að fá að leika í Las Vegas og fá að setja sitt mark á þessa stærstu skemmtanaborg heims. Þetta verður virkilega skemmtileg áskorun, ekki síst að sýna enska útgáfu, en okkur hefur gengið mjög vel á æfingum og erum hrikalega spennt fyrir þessari tilraun,“ segir íslenski leikarinn Jóel Sæmundsson en hann mun stíga á svið í enskri útgáfu af gamanleiknum Hellisbúinn í Las Vegas síðar í mánuðinum. Sýningin sló í gegn hér á landi síðasta vetur og lagðist ný og uppfærð leikgerð vel í áhorfendur.

Nú stefnir Hellisbúinn hærra og sýnir enska útgáfu af sýningunni í Las Vegas í ágúst en þar hefur sýningin í sýningu á vegum Theater Mogul frá 2006.

Hellisbúinn er einn vinsælasti gamanleikur heims og er sýndur í fjölda landa á hverjum tíma. Sýningin í Las Vegas er sýnd 362 daga á ári er hefur bæði náð í heimsmetabók Guinnes og er sú Broadway sýning sem hefur hvað lengst gengið samfleytt í sögu Las Vegas.

Greint er frá þessu á vef Broadway World þar sem fram kemur að Jóel hafi stundað leiklistarnám í Bretlandi og sé ungur og upprennandi leikari á Íslandi. Jafnframt kemur fram að hann hafi vakið athygli fyrir leik sinn í íslensku sjónvarpsþáttunum Ófærð (Trapped) og þá fari hann einnig með aðalhlutverk í kvikmyndinni Pity The Lovers sem frumsýnd verður innan skamms.

Frábær viðbrögð

Framleiðandi sýningarinnar, Leikhúsmógúllinn / Theater Mogul, er stærsta fyrirtæki landsins á sviði leikhúsframleiðslu. Félagið var stofnað árið 2000 utan um framleiðslurétt á Hellisbúanum en félagið á heimsréttinn af sýningunni í dag.Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að líklega sé ekkert eitt íslenskt fyrirtæki sem hefur haft starfsemi í fleiri löndum, en Theater Mogul hefur nú þegar komið að framleiðslu sýninga í yfir 50 löndum á yfir 27 tungumálum.

Óskar Eiríksson framkvæmdastjóri Leikhúsmógúlsins hreifst mjög af endurbættri og nýrri útgáfu Hellisbúans á Íslandi.

,,Uppfærslan og endurbætur sem við fórum í hér heima undir leikstjórn Emmu Peirson og með Jóel Sæmundsson í hlutverki Hellisbúans var hreint út sagt frábær og viðbrögðin með ólíkindum. Sérstaklega var gaman að sjá að ungt fólk var okkar stærsti hópur hvað varðar miðasölu sem sýnir okkur að uppfærslan tókst vonum framar. Þess vegna viljum við núna prufa að keyra þessa útfærslu fyrir Ameríku markað en þar hefur sýningin verið í gangi samfleytt frá 1991 eða í 27 ár og því kominn tími á að færa hana í nýtt horf eins og hér heima”.

Sýningar fara fram í The D Casino Hotel í Las Vegas, heimili Hellisbúans þar ytra, frá 22.-25.ágúst. Íslendingar sem eiga leið um borgina eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“